Þjóðmál - 01.12.2019, Síða 52
50 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019
200 ára hagsæld að baki
Í stað þess að einblína á leiðir sem auka
hagvöxt á heimsvísu virðast skýrsluhöfundar
Oxfam haldnir þeirri þráhyggju að frekar
þurfi að skipta auðæfum heimsins niður.
Kakan stækkar ekki á meðan og eina leiðin
til að skipta auðæfum heimsins er sem fyrr
segir að gera það með valdi. Sú aðferð hefur
hvergi reynst vel í sögunni og leiðir þvert á
móti af sér kapphlaup á botninn, þar sem
allir eru jafnari á marga vegu – allir yrðu að
lokum jafn fátækir, jafn óhamingjusamir og
jafn settir gagnvart þeim hagvexti sem aldrei
varð. Það er nákvæmlega það sem gerðist í
Venesúela.
Hagsæld síðustu 200 ára hefur verið keyrð
áfram af frjálsu markaðshagkerfi, kapítalisma.
Hið frjálsa markaðshagkerfi hefur ýtt undir
frjáls viðskipti, aukin alþjóðatengsl, aukna
menntun, jafnrétti, nýsköpun og tækniþróun,
framfarir í heilbrigðismálum og þannig
mætti áfram telja. Aldrei fyrr í sögunni hefur
mannkynið haft það betra en í dag. Þegar
iðnbyltingin og fyrsta frjálsa markaðsbyltingin
hófust upp úr 1820 voru um 84 prósent íbúa
alls heimsins undir nútímalegri skilgreiningu
á fátæktarmörkum (að raungildi). Þeir voru,
á þeim tíma, dæmdir til að lifa máttlausu,
grimmu og stuttu lífi.
Þó svo að þessi jákvæða þróun í mannkyns
sögunni hafi byrjað fyrir um 200 árum hefur
hún aldrei verið hraðari en síðustu 30 ár.
Árið 1990 var meira en þriðjungur heimsins
enn undir fátæktarmörkum (þénaði minna
en 1,9 bandaríkjadali á dag). Í dag er innan
við 10% mannkyns undir þeim mörkum og
á síðustu 30 árum hafa um 1,2 milljarðar
manna brotist úr fátækt. Það vegur vissulega
þungt að mestu framfarirnar hafa orðið í Kína
og á Indlandi, sem saman telja um þriðjung
mannkynsins.
Indland og Kína verða seint talin frjálslynd
ríki og hagkerfi þeirra eru ekki frjáls, í það
minnsta eins og þau eru skilgreind á Vestur
löndum. Þrátt fyrir það hafa þau stigið stór
skref í rétta átt, með góðum árangri í efna
hagslegu tilliti; lækkað skatta og tolla,
afnumið reglugerðir, hleypt inn erlendri
fjárfestingu og einkavætt ríkisfyrirtæki.
Frá iðnbyltingunni og síðar með auknum
alþjóðaviðskiptum hefur ríkjum þar sem
stjórnvöld hafa minnkað hindranir á atvinnu
lífið, staðið vörð um eignarréttinn og lækkað
tolla almennt vegnað vel. Hagvöxtur og
velmegun ráðast síðan af því hversu frjáls
þau eru.
Það er þó ekki þar með sagt að það sé engin
fátækt í heiminum. Hagvöxtur þróaðra ríkja
leysir einn og sér ekki þann vanda. Það þarf
að brjóta á bak aftur þær viðskiptahindranir
sem til staðar eru í heiminum og hvetja ríki
heims til að taka upp frjáls markaðshagkerfi.
Enn eru þó ýmsar áskoranir og hindranir við
frekari framþróun, allt frá spilltum stjórn
völdum víða um heim sem hirða til sín fjár
magn úr alþjóðakerfinu og setja í eigin vasa
til þeirra tollamúra sem Evrópusambandið
hefur reist á liðnum árum.
Hlaðborð hugmynda
um skattahækkanir
Hér á landi sjáum við umræðuna þróast í
sömu átt. Þess má vænta að Oxfam gefi út
nýja skýrslu um mánaðamótin janúar/febrúar
2020 og þá förum við aftur í Groundhog day.
Fullir af réttlátri reiði munu fulltrúar vinstri
flokkanna hefja upp raust sína um óréttlætið,
ekki bara í heiminum heldur hér á Íslandi.
Þess verður krafist að hinir ríkari greiði meira
til samfélagsins eins og það er gjarnan orðað
– sem er snyrtilegt orðalag yfir hærri skatta
og stærra ríkisvald.
Sjávarútvegurinn liggur alltaf vel við höggi
þegar þessi umræða fer af stað. Einhverjir
munu benda á að veiðigjöldin þurfi að vera
hærri og þeir sem ganga lengra munu tala
um að sjávarútvegsfyrirtækin (og eigendur
þeirra) hafi hagnast á sameiginlegri auðlind
þjóðarinnar – með öðrum orðum; grætt á
kostnað okkar hinna.
Umræðunni er alla jafna beint í þá átt að ríkið
þurfi að taka meira til sín og þannig megi bæta
hag þeirra sem minna hafa á milli handanna.