Þjóðmál - 01.12.2019, Page 57

Þjóðmál - 01.12.2019, Page 57
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 55 Því miður hafa fjármálafyrirtækin verið að reka sig á að opinberar stofnanir haga ekki alltaf málum með þessum hætti. Þrátt fyrir að einstaklingar geti sótt upplýsingar frá stofnunum á borð við ríkisskattstjóra og Þjóðskrá án endurgjalds þá er innheimt sérstakt gjald ef fjármálafyrirtæki sækir þessar sömu upplýsingar til þessara stofnana í tengslum við lánafyrirgreiðslu. Þar sem stór hluti viðskiptavina kýs að sækja um lána­ fyrirgreiðslu með rafrænum hætti eru viðskipta bankar farnir að greiða verulegar upphæðir vegna aðgangs að upplýsingum á borð við skattskýrslur og fasteignamat. Þetta fyrirkomulag vinnur einnig gegn þeim heilbrigðu hvötum sem stafræna þróunin og fjártæknibyltingin hafa til að gera fjármálaþjónustu skilvirkari, neytendum til hagsbóta. Það er löngu tímabært að stjórnvöld og þjónustufyrirtæki á borð við fjármálafyrirtæki ræði um þessi mál. Það samtal þarf að snúast um hvernig best sé að standa að málum þegar fyrirtæki þurfa að sækja gögn til hins opinbera. Markmiðið ætti alltaf að vera að hámarka hag viðskiptavina. Aukin skilvirkni og tækninýjungar hafa leitt til mikillar hagræðingar í fjármálakerfinu á undanförnum árum. Ekki sér fyrir endann á þessari þróun enda er til mikils að vinna: hagkvæmari rekstur skilar sér í aukinni samkeppnishæfni og hagstæðari viðskipta­ kjörum til viðskiptavina. Í upphafi árs var til að mynda svokallaður tjónagrunnur að norskri fyrirmynd, tekin í notkun en SFF eru rekstrar­ aðili grunnsins og Creditinfo vinnsluaðili. Með grunninum hafa vátrygginga félögin betri möguleika til að verjast vátrygginga­ svikum en svik sem þessi bitna óbeint á iðgjaldagreiðendum. Á vettvangi SFF er áfram unnið að hagræðingu – sérstaklega þegar kemur að sameiginlegum innviðum. Samtökin hafa meðal annars unnið að kortlagningu tækifæra til samstarfs þegar kemur að sameiginlegum fjármálainnviðum. Samstarf um rekstur slíkra innviða er algengt á Norðurlöndunum og reynslan sýnir að það getur leitt til umtalsverðs sparnaðar, aukið rekstraröryggi og eflt eftirlit. Hér er því um afar brýnt verkefni að ræða sem krefst ekki bara góðs samstarfs milli fjármálafyrirtækja, í gegnum skilgreind innviðafyrirtæki í sameiginlegri eigu þeirra, heldur einnig öflugs samstarfs við yfirvöld, þ.m.t. samkeppnis yfirvöld. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ekki nægilega öflugur. Innlendu lífeyrissjóðirnir leika vissulega stórt hlutverk á markaðnum á meðan dregið hefur úr þátttöku annarra innlendra fjárfesta ­ verkefnið snýst því um að efla og auka þátttöku annarra fjárfesta og almennings. Þetta er hægt að gera með því að innleiða hér að nýju skattalega hvata til hlutabréfakaupa fyrir almenning eins og nú hefur verið lagt fram á Alþingi og eins með því að leyfa meira frelsi í stýringu á viðbótar­ lífeyrissparnaði. Þá ætti að skoða hvernig koma má á virkum markaði með verðbréfa­ lán sem væri til að auka skoðanaskipti og bæta verðmyndun. Það er tímabært að ræða um hvaða áhrif allar þær álögur sem hafa verið settar á fjármálageirann hafa á efnahagslífið í heild.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.