Þjóðmál - 01.12.2019, Side 67
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 65
Hljómgrunnur
Þótt ekki hafi þessi nálgun hlotið hljómgrunn
í kosningunum hefur Andri Snær haldið
ótrauður áfram. Sífellt færist meiri þungi í
umræðuna um loftslagsbreytingar og þær
aðgerðir sem grípa þurfi til í því skyni að
sporna við þeim. Skýrasta dæmið um þessa
þróun er sú frægð sem unglingsstúlkan Greta
Thunberg hefur hlotið á undra skömmum
tíma og skipað henni í hóp áhrifamestu
aðgerðasinna í heimi. Fyrir rúmu ári vissu fáir
hver hinn ungi eldhugi var en nú í desember
var hún útnefnd maður ársins af Time maga-
zine.
Og bókin hefur tekið flugið, líkt og Greta
(jafnvel þótt hún neiti að fljúga). Hún hefur
fengið gríðarlega umfjöllun í fjölmiðlum
og augljóst að margir hafa gefið sér tíma til
þess að kynna sér efni hennar. Athyglin er
verðskulduð og kemur það til af nokkrum
ástæðum. Í fyrsta lagi brennur málefnið á
mörgum, í öðru lagi er Andra Snæ einkar
lagið að koma hugsunum sínum á framfæri
með frumlegum hætti og þá skemmir alls
ekki fyrir að bókin er snotur, fer vel í hendi og
hönnunin er á heimsmælikvarða.
Síðastnefnda atriðið kemur ekki á óvart.
Hönnun bókarinnar var í höndum Barkar
Arnarsonar og Einars Geirs Ingvarssonar
en sá síðarnefndi hefur hlotið mikið lof
fyrir hönnun bóka ljósmyndarans RAX á
síðustu árum. Sérstök ástæða er til að nefna
myndirnar sem birtar eru í bókinni. Fram
setningin er óvenjuleg en mjög áhrifamikil,
þekur ávallt opnu í senn, allar myndir svart
hvítar og ekki endilega lögð áhersla á mynd
gæðin heldur þau hughrif sem þær kalla fram
í samhengi við textann sem þær fylgja. Þar er
mjög vel að verki staðið.
Villur
Að öðru leyti er frágangur texta í nokkuð
góðu horfi, letrið læsilegt og passlega stórt.
Verkið líður hins vegar fyrir að það er ekki
nægilega vel yfirlesið og á allnokkrum
stöðum má sjá innsláttarvillur eða að orð
hafi fallið brott eða þeim ofaukið (dæmi má
sjá um þetta á s. 66, 107 og 211). Þetta er í
raun talsverður ágalli á verkinu sem skrifað
er á kynngimögnuðu og góðu nútímamáli
og gefur lesandanum óþægilega tilfinningu
fyrir því að ekki hafi verið vandað nægilega
til verka, að minnsta kosti í frágangi, jafnvel
öðru. Þegar ráðist er í útgáfu bókar af þessu
tagi, þar sem búist er við miklu af höfundi,
má prófarkalestur ekki bregðast.
Áður en orðum er vikið að innihaldi bókar
innar er nauðsynlegt að nefna eitt atriði
umfram önnur sem vanda hefði mátt betur
til. Á nokkrum stöðum í bókinni, nánar
tiltekið sjötíu og fjórum, notast höfundur við
aftanmálsgreinar til þess að gera lesandanum
kleift að átta sig á því hvert tilteknar beinar
tilvitnanir eða þekkingaratriði eru sótt. Það
á við um skýrslur, fréttir, heimasíður, blaða
greinar o.fl., tímarit og bækur. Þótt halda
verði vísunum af þessu tagi innan eðlilegra
marka er þó nauðsynlegt að gæta samræmis,
ekki síst þar sem um beinar tilvitnanir eða
vísanir í rannsóknir er að ræða. Þar verður
höfundi oftar en ekki fótaskortur á svellinu,
m.a. þar sem vitnað er til ummæla Roberts
Oppenheimer í „einhverju“ viðtali (s. 126)
og eins þar sem fjallað er um hvernig jöklar
í Alaska hafa hopað á síðustu árum (s. 180).
Það dregur úr vigt textans að ekki sé gætt að
þessu atriði.