Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 74
72 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019
1970 en markaðsvæðing eflst á síðustu fjórum
eða fimm áratugum. Eins og hann segir
söguna urðu bæði ríkisvæðing fyrir 1970 og
markaðsvæðing síðustu áratuga til þess að
veikja grenndarsamfélög víða um heim.
Annar hluti bókarinnar fjallar nánar um það
hvernig jafnvægið milli höfuðskepnanna
þriggja hefur riðlast á síðustu árum þar sem
ríki og markaðir hafa tekið ráðin af almenningi
og fólk er meira og meira undir hælnum á
stjórnvöldum og stórfyrirtækjum. Þriðji og
síðasti hlutinn er um hvernig hægt er að
endurheimta jafnvægið með því að auka
vald grenndarsamfélagsins og setja um leið
skorður við ríkis og markaðs væðingunni.
Eftir því sem Rajan segir þarf almenningur
vald til að njóta góðs af markaðnum. Þetta
vald er ekki aðeins atkvæðisréttur borgara í
lýðræðisríki heldur líka vald fólks yfir eigin lífi
á vettvangi byggðarlaga sem eru að nokkru
sjálfstæð gagnvart ríkinu. Sterk grenndar
samfélög eru því að hans mati forsendur vel
heppnaðs markaðar. Þau eru líka forsendur
þess að ríkið sé í raun réttri lýðræðislegt. Í
þessu sambandi minnir hann á að samstaða
innan byggðarlaga og smærri samfélaga er
eitur í beinum ólýðræðislegra stjórnvalda.
Alræðisstjórnir fasista og kommúnista á
síðustu öld reyndu því að láta þjóðernis
vitund eða stéttarvitund koma í staðinn fyrir
samstöðu nágranna og vina.
Svar við þjóðernishyggju samtímans
Eftir því sem Rajan segir er hluti af ógöngum
nútímaríkja að Jörmungandur og Jötnarnir
virðast saman í liði og fámenn yfirstétt orðin
ansi voldug. Hann nefnir í þessu sambandi
að í Bandaríkjunum voru tekjur ríkasta eina
prósentsins 8% af tekjum allra landsmanna
1970 en 18% árið 2010. Þetta er, segir hann,
nokkurn veginn sama sagan víðar, til dæmis
á Bretlandi. Hann tengir þessa samþjöppun
auðs lögum um einkaleyfi sem hann segir að
veiti eigendum þeirra of mikil völd og hindri
ný fyrirtæki og einyrkja í að koma ár sinni
fyrir borð.
Gagnrýni hans á einkaleyfi og hugverkarétt
er með skemmtilegustu hlutum bókarinnar.
Henni verða þó ekki gerð skil hér enda efni í
aðra grein.
Annað umfjöllunarefni sem væri efni í aðra
grein er það sem Rajan segir um flutning
verkafólks milli landa. Hann bendir á að
innflytjendur séu bráðnauðsynlegir sam
félögum sem eru að eldast vegna minnkandi
barneigna. Hugmyndir um að ríki séu fyrir
einsleitar þjóðir verða að hans dómi sífellt
óraunhæfari. Samt er þjóðernishyggja í sókn.
Rajan skýrir þetta með vísun í valdaleysi
grenndarsamfélagsins og segir að þegar það
gefur fólki ekki kost á að tilheyra hópi reki
firringin og einmanaleikinn það til að ímynda
sér að þjóðin sé, eða geti verið, það sem
hverfið, þorpið, sveitin og stórfjölskyldan eitt
sinn voru.
Stjórnmálaflokkar sem halda ákafast
fram þjóðernishyggju grafa í senn undan
markaðsbúskap og lýðræði, en eiga engin
svör við vandamálum samtímans, segir
Rajan. Hann viðurkennir samt að það þurfi
að mæta vöntuninni sem þjóðernishyggjan
og lýðskrumið þrífast á. En hann rökstyður
að farsælast sé að gera það eftir allt öðrum
leiðum en þeim sem hægri þjóðernissinnar
og vinstri róttæklingar vilja fara.
Rajan dregur enga dul á að vöntun á samstöðu
og samhug í ríkjum nútímans tengist
alþjóðavæðingu, fjölgun innflytjenda og
menningarlegum margbreytileika. Hann
ræðir í þessu sambandi rannsóknir sem
sýna að mjög sundurleit samfélög hafa að
jafnaði veikari velferðarkerfi en þau einsleitu.
Samstaða krefst trausts sem byggist oftast
á kunnug leika. Það er samt með öllu óraun
hæft að bakka út úr alþjóðavæðingu og
draga úr hreyfanleika fólks yfir landamæri.
Raunhæfu leiðirnar eru, segir hann, að eftir
láta grenndarsamfélögum félagslega sam
hjálp í auknum mæli. Á þeim vettvangi
þekkjast menn þótt þeir séu af ólíkum
uppruna. Þar er innflytjandinn ekki nafnlaus
fulltrúi framandi siða og hátta heldur
skólafélagi, nágranni eða samstarfsmaður.