Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 75

Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 75
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 73 Í lokaköflum bókarinnar ræðir Rajan leiðir til að færa fólki aukið vald yfir samfélagi sínu. Hann telur lykilatriði að ríki leyfi byggðar­ lögum að vera ólík hvert öðru en banni þeim þó að vera einangruð og hindra fólk í að flytjast í þau og úr þeim. Hann ræðir í þessu sambandi um slæmar afleiðingar þess að skipulag byggða útiloki að þar búi saman fólk úr ólíkum stéttum, til dæmis með því að útiloka byggingu ódýrs húsnæðis. Þótt Rajan ætli grenndarsamfélögum mikið vald yfir eigin málum vill hann nýta ríkisvaldið til að takmarka möguleika þeirra til að vera lokuð öðrum en útvöldum. Meira vald til byggðarlaga og meiri samstaða nágranna segir Rajan að sé leiðin til að varð­ veita það góða við markaði og lýðræðisleg ríki. Þessa stefnu sína kallar hann „inclusive localism“. Hann hefur enga töfralausn og gerir ekki ráð fyrir að sömu aðferðir henti alls staðar. En hann bendir á vandann og skýrir hvers konar lausnum ætti að leita að. Hann bendir líka á að tilhneiging ríkja nútímans til að leysa öll möguleg vandamál með regluverki og lagasetningu sé vafasöm og hefur enn fremur efasemdir um yfirþjóðlegt regluverk hvort sem það er á vettvangi Evrópusambandsins eða alþjóðastofnana. Ólíkir staðir þurfa ólíkar lausnir og best er að hver byggð fái að finna eigin leiðir innan ramma laga sem tryggja meðal annars rétt fólks til að koma og fara. Bók Rajans er merkilegt innlegg í stjórnmála­ umræðu samtímans. Hún inniheldur athyglis­ verðan skilning á nútímanum. Bókin er líka yfirveguð og hófstillt vörn fyrir lýðræði og markaðsbúskap. Þessi vörn er færð fram af manni sem þorir að horfast í augu við vanda­ málin sem valda því að fleiri og fleiri snúa baki við frjálslyndi og alþjóðahyggju. Síðast en ekki síst býður bókin lesendum sínum að leita að uppbyggilegum lausnum sem eru öllum til góðs fremur en að heillast af lýðskrumi eða stinga hausnum í sandinn og afneita vandanum. Höfundur er heimspekingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rit Atli Harðarson. (2019). Rökræða um frjálslyndi: Umsögn um bækurnar Radical Markets eftir Eric Posner og E. Glen Weyl og Why Liberalism Failed eftir Patrick J. Deneen. Þjóðmál, 14(3), 89­95. Deneen, P.J. (2018). Why Liberalism Failed. New Haven, CT: Yale University Press. [Kindle DX­útgáfa]. Sótt af https://www.amazon.com/ Dewey, J. (1984). John Dewey: The Later Works, 1925­ 1953: Volume 2, Essays, Reviews, Micellany, The Public and its Problems, ritstjóri Jo Ann Boydston. Carbondale, IL: Southern Illinois University Press. Fukuyama, F. (1995). Trust: The Social Virtues and The Creation of Prosperity. New York: The Free Press. [Kindle DX­útgáfa]. Sótt af https://www.amazon.com/ Hegel, G.W.F. (1978). Hegel’s Philosophy of Right (ensk þýðing T.M. Knox). Oxford: Oxford University Press. Rajan, R. (2019). The Third Pillar: How Markets and the State Leave the Community Behind. New York: Penguin Press. [Kindle DX­útgáfa]. Sótt af https://www.amazon. com/ Scott, J.C. (2012). Two Cheers for Anarchism: Six Easy Pieces on Autonomy, Dignity, and Meaningful Work and Play. Princeton, NJ: Princeton University Press. [Kindle DX útgáfa]. Sótt af https://www.amazon.com/ Scott, J.C. (2017). Against the Grain: A Deep History of the Earliest States. New Haven, CT: Yale University Press. [Kindle DX­útgáfa]. Sótt af https://www.amazon.com/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.