Þjóðmál - 01.12.2019, Page 78

Þjóðmál - 01.12.2019, Page 78
76 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Í sem stystu máli segir óperan Fidelio frá baráttu Leónóru (sem er dulbúin lengst af í óperunni sem karlmaður undir nafninu Fidelio) fyrir því að frelsa eiginmann sinn, Florestan, sem hefur verið dæmdur til dauða. Hann er samviskufangi sem situr í fangelsi nálægt Sevilla á Spáni og óperan gerist seint á 18. öld (en er oft flutt til í tíma í uppfærslum nú á dögum). Inn í söguþráðinn blandast svo meðal annars óendurgoldin ást, harðræði í fangelsinu og frelsisþrá. Segja má að það síðastnefnda, frelsisþráin, og svo hatur á harðstjórn stemmi vel við lífsskoðanir Beethovens, sérstaklega á miðtímabili tónskáldaferils hans. Beethoven tók strax til við að endurskoða verkið, m.a. með aðstoð Stephans von Breuning sem vann í textanum, og varð úr að óperan var stytt úr þremur þáttum í tvo. Þá samdi Beethoven einnig nýjan forleik að verkinu (sem við þekkjum nú sem Leónóru- forleikinn nr. 3). Var það sett á nýjan leik upp í Vínarborg 29. mars 1806 (aftur í Theater an der Wien) en viðtökur létu enn á sér standa, þótt þær væru betri en við frumflutning óperunnar. Að þessu sinni gerðist lítið fyrr en árið 1814 nema hvað Beethoven samdi konsertstykki tengt óperunni fyrir flutning árið 1807 í Prag sem við þekkjum nú sem Leónóruforleikinn nr. 1. Enn tók Beethoven til við að endur­ skoða verkið og að þessu sinni vann Georg Friedrich Treitschke í textanum. Aftur var óperan sýnd í Vínarborg, að þessu sinni hinn 23. maí 1814 í Kärtnertortheater, og sló þá í gegn. Meðal söngvara það kvöld var Johann Michael Vogl sem fór með hlut­ verk fangelsisstjórans Pizarros en Vogl var náinn vinur og samstarfsmaður Schuberts. Sjálfur var hinn 17 ára gamli Franz Schubert viðstaddur frumsýninguna en hann hafði selt hluta af bókakosti sínum til að eiga fyrir aðgangseyrinum. Enn samdi Beethoven nýjan forleik að verkinu, að þessi sinni Fidelio­forleikinn sem jafnan er leikinn þegar verkið er sett upp nú á dögum (hann er mun styttri en Leónóruforleikirnir nr. 1-3). Einhvern tímann á 19. öld komst sú hefð á að leika Leónóruforleikinn nr. 3 á undan lokaatriði óperunnar (seint í 2. þætti) og var sá siður lengi vel ranglega rakinn til Gustavs Mahler. Fæstir gera slíkt nú á dögum, hvorki á sýningum né á upptökum. Kannski má segja að helstu gallarnir á verkinu komi í ljós snemma – en ef við miðum við dramatíska framvindu fer Fidelio ekki að líkjast óperu fyrr en í seinni hluta 1. þáttar, það er að segja frá og með fangakórnum („O welche Lust“). Framan af einkennist verkið einkum af söngatriðum sem eru tengd saman með töluðu máli (þýska Singspiel) en sum þeirra eru þó með því fallegasta sem nokkurn tímann hefur verið sett á blað (eins og til að mynda kvartettinn „Mir ist so wunderbar“).

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.