Þjóðmál - 01.12.2019, Side 79

Þjóðmál - 01.12.2019, Side 79
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 77 Það breytir því þó ekki að Fidelio skipar sér í hóp með vinsælustu óperum heims þótt hún sé meira flutt í þýskumælandi löndum en annars staðar. Þannig má nefna að á tíma bilinu 2004­18 voru uppfærslur á henni í heiminum alls 326 talsins og sýningar tæplega 1.700. Það eru til margar prýðilegar hljóðritanir af Fidelio (og reyndar að minnsta kosti ein af Leonore eins og Beethoven vildi nefna verkið þar sem reynt er að komast sem næst þeirri gerð sem frumflutt var árið 1805 en stjórnandinn á þeirri upptöku er Sir John Eliot Gardiner). Mig langar að nefna hér þrjár upptökur sem ég hlusta mikið á en þær eru býsna ólíkar. Claudio Abbado (DECCA) stjórnaði konsertuppfærslu af verkinu í Lucerne árið 2011 með þeim Ninu Stemme og Jonasi Kaufmann í hlutverkum Fidelios (Leónóru) og Florestans. Þetta er ljómandi vel sungin og spiluð upptaka og hljóðið er fyrsta flokks. Þá eru tvær upptökur frá árinu 1962 sem ég held mikið upp á. Úr stúdíói kom klassísk útgáfa sem Otto Klemperer (EMI) stjórnaði með þeim Christu Ludwig og Jon Vickers í hlutverkum Fidelios (Leónóru) og Florestans. Þetta var lengi talin viðmiðunar­ útgáfa (e. reference recording) af verkinu og þrátt fyrir að vera orðin hátt í 60 ára gömul stendur hún enn fyrir sínu. Herbert von Karajan gerði stúdíóhljóðritun af Fidelio árið 1970 (EMI) en það er hins vegar meira varið í upptöku með honum sem gerð var á sýningu í Vínaróperunni hinn 25. maí 1962 (Deutsche Grammophon) og gefin var út fyrir nokkrum árum. Hann er með sömu söngvara í aðalhlutverkum og Klemperer (Ludwig og Vickers) og upptakan er rafmögnuð. Þess má geta að Karajan tók við stjórnar­ taumunum í Vínaróperunni 1956 og stýrði húsinu fram til 1964, síðustu tvö árin að vísu fyrst í félagi við Walter Erich Schäfer og síðar Egon Hilbert. Sambúðin var á köflum storma söm og Karajan gekk á dyr í mars 1962, tæpum tveimur mánuðum áður en umrædd sýning á Fidelio var frumsýnd. Sættir tókust en þó aðeins tímabundið því Karajan sagði endanlega af sér sem tónlistarstjóri Vínar óperunnar vorið 1964 og sneri ekki þangað aftur fyrr en 1977 og þá aðeins sem gestastjórnandi. Deilurnar snerust um hvaða listræna stefnu skyldi taka en Karajan hafnaði viðteknum venjum, við mismikla hrifningu íhalds samra áhorfenda í Vínarborg. Deilurnar tóku stundum á sig býsna broslega mynd. Um það leyti sem Karajan deildi hvað harðast við Egon Hilbert um völd og áhrif stjórnaði hann sýningu á Fidelio í húsinu. Á viðkvæmum stað í 2. þætti spyr Florestan fangavörðinn Rocco hver sé eiginlega fangelsisstjórinn hér. Svarið er vissulega Pizarro en í salnum var ormstunga meðal áhorfenda sem greip spurninguna á lofti og æpti: „Egon Hilbert!“ Höfundur er sagnfræðingur. Þrjár prýðilegar hljóðritanir af Fidelio: Abbado (2011), Klemperer (1962) og Karajan (1962).

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.