Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 17

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 17
Úr Fljótshlíðinni á fótum tveim, fóru þeir og náðu heim... skriðjökull í dalnum. Undanþeim skriðjökli kemur „Morsá" og fellur í Skeiðará. Við Jörgen urðum að vaða Morsá og liggur leiðin svo niður með henni og síðar Skeiðará, eftir skógi vaxinni hlíð heim að Skaftafelli. Skaftafell er vestasti bær í Oræfum og stendur hátt í hálsi austan við Skeiðará. Næsti bær fyrir austan Skaftafell er Svínafell. Þangað ætluðum við Jörgen að ná um kvöldið og náðum. Á milli bæjanna eru tvær allstórar jökulár, samnefndar bæjunum. Okkur var sagt í Bæjarstaðaskógi að við mundum geta vaðið Skaftafellsá (þá vestari) en hina væri okkur best að fara á jökli, rétt við túnið á Svínafelli. Við stefndum því að ánni og hugðumst að vaða hana. En þegar við komum að henni, hafði hún vaxið svo, því að rigning var, að hún var orðin óvæð. Við reyndum þó við hana hér og þar en allt til einskis, yfír komumst við ekki. Hún var svo straumhörð að við þoldum hana ekki nema rúmlega í klof. Við tókum þá það ráð að fara upp með ánni og yfir hana á jökli, því að allsstaðar em skriðjöklamir ofan í byggð, fram úr hverri dalskom. Ekki ætlaði það samt að ganga greiðlega, að komast á jökulinn, því að áin kom undan honum meðfram háum klettum. Við urðum því að klifra, fyrst upp og síðan niður, kletta, en komumst þó yfir að lokum. Áfram héldum við svo austur, yfir Svínafellsá á jökli og gekk það vel, komum að Svínafelli kl. 9.30 rennblautir og illa til reika. Viðtökurnar á Svínafelli vora svo góðar, sem best varð á kosið og vorum þar um nóttina hjá þeim hjónum Bjama og Lydiu, í sóma og yfirlæti. Dagurinn hafði allur verið hinn ævintýralegasti og um leið skemmtilegur. Veðrið: Austur Skeiðarár- sand fengum við suðaustan kalda, þokuloft en úrkomulaust. Logn var upp undir jöklinum og austur undir Skaftafell. Meðan við vorum í Bæjarstaðaskógi byrjaði að rigna dálítið og fengum við að lokum stórrigningu og austan storm, hálfófært veður, þegar við komum austur hjá Skaftafellsá. Það var því ekki að furða þó við væmm illa til reika eftir daginn, blautir bæði úr jökulánum og rigningunni. 30. júní, sunnudagur. Frá Svínafelli að Kvískerjum í morgun vomm við Jörgen rólegir, lögðum ekki af stað fyrr en kl. rúmlega 10. Bjami bóndi fylgdi okkur á hestum nokkuð austur, yfir mestu vötnin á leiðinni og ekki vildi hann taka borgun, hvorki fyrir það eða næturgreiðann. í Öræfum eru 8 bæir. Taldir að vestan: Skaftafell, þar voru 3 eða 4 ábúendur, Svínafell, þar vom einnig 3 eða 4 ábúendur, Sandfell, einbýli, Hof með 8 ábúendur, þar er kirkja Öræfmga, Hofsnes einbýli, Fagurhólsmýri, tvíbýli, Hnappa- vellir með 6 eða 7 ábúendur og austast Kvísker eða Tvísker, sem er í raun og vem austur á Breiðamerkursandi. Fram af Hofsnesi er Ingólfshöfði sem er í raun og vem eyja, þó að hægt sé að vaða út í hann. Við komum að Hnappavöllum, þágum þar kaffi og fengum síðan hesta og mann, Pál Þorsteinsson, austur að Kvískerjum. Margar smáár eru á leiðinni þar austur, koma þær allar undan skriðjöklum, sem teygja sig fram úr hverju skarði í tjöllunum, þó minnst um miðsveitina. Skammt fyrir vestan Kvísker teygir allstór skriðjökull sig fram, er hann kallaður Kvíárjökull. Undan honum koma Eystri- og Vestri-Kvíár. Þar litlu vestar eru mýrar nokkurar, kallaðar Kvíár- mýrar, annars er fremur litið um graslendi og yfirleitt landþröng í sveitinni. Á Kvískerjum bjó Björn Pálsson með fjölskyldu sinni. Björn var vanur að fylgja mönnum yfir Breiðamerkurjökul fyrir Jökulsá og var hann í þetta skipti í fylgd og ætlaði að gista í sæluhúsi austur undir jökli 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.