Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Qupperneq 17
Úr Fljótshlíðinni á fótum tveim, fóru þeir og náðu heim...
skriðjökull í dalnum. Undanþeim skriðjökli
kemur „Morsá" og fellur í Skeiðará. Við
Jörgen urðum að vaða Morsá og liggur
leiðin svo niður með henni og síðar
Skeiðará, eftir skógi vaxinni hlíð heim að
Skaftafelli. Skaftafell er vestasti bær í
Oræfum og stendur hátt í hálsi austan við
Skeiðará. Næsti bær fyrir austan Skaftafell
er Svínafell. Þangað ætluðum við Jörgen að
ná um kvöldið og náðum. Á milli bæjanna
eru tvær allstórar jökulár, samnefndar
bæjunum. Okkur var sagt í Bæjarstaðaskógi
að við mundum geta vaðið Skaftafellsá (þá
vestari) en hina væri okkur best að fara á
jökli, rétt við túnið á Svínafelli. Við
stefndum því að ánni og hugðumst að vaða
hana. En þegar við komum að henni, hafði
hún vaxið svo, því að rigning var, að hún
var orðin óvæð. Við reyndum þó við hana
hér og þar en allt til einskis, yfír komumst
við ekki. Hún var svo straumhörð að við
þoldum hana ekki nema rúmlega í klof. Við
tókum þá það ráð að fara upp með ánni og
yfir hana á jökli, því að allsstaðar em
skriðjöklamir ofan í byggð, fram úr hverri
dalskom. Ekki ætlaði það samt að ganga
greiðlega, að komast á jökulinn, því að áin
kom undan honum meðfram háum klettum.
Við urðum því að klifra, fyrst upp og síðan
niður, kletta, en komumst þó yfir að lokum.
Áfram héldum við svo austur, yfir
Svínafellsá á jökli og gekk það vel, komum
að Svínafelli kl. 9.30 rennblautir og illa til
reika. Viðtökurnar á Svínafelli vora svo
góðar, sem best varð á kosið og vorum þar
um nóttina hjá þeim hjónum Bjama og
Lydiu, í sóma og yfirlæti. Dagurinn hafði
allur verið hinn ævintýralegasti og um leið
skemmtilegur. Veðrið: Austur Skeiðarár-
sand fengum við suðaustan kalda, þokuloft
en úrkomulaust. Logn var upp undir
jöklinum og austur undir Skaftafell. Meðan
við vorum í Bæjarstaðaskógi byrjaði að
rigna dálítið og fengum við að lokum
stórrigningu og austan storm, hálfófært
veður, þegar við komum austur hjá
Skaftafellsá. Það var því ekki að furða þó
við væmm illa til reika eftir daginn, blautir
bæði úr jökulánum og rigningunni.
30. júní, sunnudagur. Frá Svínafelli að
Kvískerjum
í morgun vomm við Jörgen rólegir, lögðum
ekki af stað fyrr en kl. rúmlega 10. Bjami
bóndi fylgdi okkur á hestum nokkuð austur,
yfir mestu vötnin á leiðinni og ekki vildi
hann taka borgun, hvorki fyrir það eða
næturgreiðann. í Öræfum eru 8 bæir. Taldir
að vestan: Skaftafell, þar voru 3 eða 4
ábúendur, Svínafell, þar vom einnig 3 eða 4
ábúendur, Sandfell, einbýli, Hof með 8
ábúendur, þar er kirkja Öræfmga, Hofsnes
einbýli, Fagurhólsmýri, tvíbýli, Hnappa-
vellir með 6 eða 7 ábúendur og austast
Kvísker eða Tvísker, sem er í raun og vem
austur á Breiðamerkursandi. Fram af
Hofsnesi er Ingólfshöfði sem er í raun og
vem eyja, þó að hægt sé að vaða út í hann.
Við komum að Hnappavöllum, þágum þar
kaffi og fengum síðan hesta og mann, Pál
Þorsteinsson, austur að Kvískerjum. Margar
smáár eru á leiðinni þar austur, koma þær
allar undan skriðjöklum, sem teygja sig
fram úr hverju skarði í tjöllunum, þó minnst
um miðsveitina. Skammt fyrir vestan
Kvísker teygir allstór skriðjökull sig fram,
er hann kallaður Kvíárjökull. Undan honum
koma Eystri- og Vestri-Kvíár. Þar litlu
vestar eru mýrar nokkurar, kallaðar Kvíár-
mýrar, annars er fremur litið um graslendi
og yfirleitt landþröng í sveitinni. Á
Kvískerjum bjó Björn Pálsson með
fjölskyldu sinni. Björn var vanur að fylgja
mönnum yfir Breiðamerkurjökul fyrir
Jökulsá og var hann í þetta skipti í fylgd og
ætlaði að gista í sæluhúsi austur undir jökli
15