Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 27

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 27
Mjólkurbúið á Egilsstöðum á móti rjóma og búa til smjör úr honum. Var skipuð nefnd um það mál. Tekið er fram að Sigurbjöm hafí óskað eftir samvinnu við kaupfélagið um þetta mál og tók aðalfundur því vel, en taldi rétt að nefndin ynni áfram að undirbúningi þess í ýmsum greinum og hét svo að öðra leyti stuðningi sínum við málið.7 A stjómarfundi K.H.B. á Reyðarfírði 17. maí 1946 kemur fram að formaður stjómar og framkvæmdastjóri hafí lagt fram tvö bréf um stofnun rjómabús á Egils- stöðum fyrir Hérað. Annað var dagsett 13. jan. frá Sveini Tryggvasyni ráðunaut Búnaðarfélags Islands í mjólkurmálum, en hitt var frá Búnaðarfélagi Eiðahrepps. Þar var flutt tillaga um stofnum rjómabús, byggð á bréfí Sveins Tiyggvasonar. Lýsti stjómin sig hlynnta stofnun rjómabús og taldi að stefna bæri að því að það kæmist á fót en lagði samt málið fyrir aðalfund félagsins. Um þetta leyti er mikið um að vera hjá kaupfélaginu. Búið er að koma á fót sláturhúsi á Fossvöllum, nýbúið að reisa útibú og verslun á Egilsstöðum, KHB er komið í útgerð á Reyðarfirði, undir- búningur fyrir sláturhús á Egilsstöðum er í fullum gangi og margt fleira.8 A aðalfundi sama ár sem var haldinn á Reyðarfírði, er rjómabúsmálið til umræðu, mælti Þóhallur Jónasson fyrir málinu fyrir hönd stjómar. Rakti hann sögu þess og las áðurnefnt bréf frá Sveini Tryggvasyni ráðunaut sem fylgdu teikningar af rjóma- búi. Var gengið út frá því að því mætti breyta síðar í mjólkurbú. Fundarmenn virtust almennt fylgjandi málinu og töldu að tvö ár væm hæfilegur undirbúningstími, þar til rjómabúið væri komið af stað. Samþykkt var að fela stjórninni að helja þennan undirbúning með kaupum á vélum þá þegar og hafa húsið tilbúið á árinu 1948 ef það reynist framkvæmanlegt.9 Á aðalfundi sem haldinn var á Reyðarfírði 23. maí 1947, kemur fram að rjómabúið sé orðið sérstakt áhugamál á Héraði og spurt er á fundinum hvort ekki verði hafnar framkvæmdir við það um sumarið í samræmi við niðurstöðu aðalfundar árið áður. Kom ýmislegt fram á fundinum er þótti draga bliku á loft með framleiðslu mjólkurafurða á Héraði, eins og treg sala á heimagerðu smjöri, enda erlent smjör á markaði í landinu sem fundurinn reiknaði með að yrði lokað fyrir af hálfu ríksins. Hins vegar kemur í ljós af frásögnum af aðalfundi árið eftir að framkvæmdir á byggingu rjómabús höfðu engar orðið á árinu, en búið var að afla fjárfestingaleyfís fyrir byggingunni. Á þessum tíma voru ýmis höft á framkvæmdum. I kjölfar stjómarskipta um þetta leyti var stofnað svokallað Fjárhagsráð og gengin var í garð skömmtun og spamaðarstefna og fylgst var með öllum framkvæmdum. Innflutnings- leyfí þurfti fyrir hverjum hlut og fram- kvæmdaleyfí þurfti fyrir hvert verk, eða eins og ritari kaupfélagssögunnar orðar það: „Nú skulið þið spara þangað til þið verðið ríkir.“10 Á sama aðalfundi var þó samþykkt að hefja byggingu rjómabúsins og lögð áhersla á að því yrði komið upp sem fyrst. Ekki höfðu menn fengið innflutningsleyfí fyrir vélum í búið en talið var mögulegt að fá vel nothæfar, gamlar vélar í landinu.11 Þegar búið var tilbúið til framleiðslu 1950 höfðu gengið í garð miklir harðinda- tímar sem komu illa við bændur á Héraði og kaupfélagið. Vorið 1949 var mjög erfítt og snjóa leysti ekki fyrr en komið var langt fram á sumar. Sumarið 1950 er eitt mesta rigningasumar sem sögur fara af, og þá höfðu menn ekki þá tækni sem við höfum í dag til þess að verka hey. Segir í lýsingum að frá því að heyskapur byrjaði þetta sumar 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.