Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 29

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 29
Mjólkurbúið á Egilsstöðum formaður og fulltrúi stjórnar K.H.B., Snæbjöm Jónsson frá Geitdal og Stefán Sigurðsson frá Artúni.17 Mjólkursamlagið byrjar svo að starfa eins og áður sagði 18. apríl 1959 á sama tíma og Kaupfélag Hérðasbúa varð fimmtíu ára en það var stofnað 19. apríl árið 1909.18 Starfsemin fyrstu árin Fyrstu árin sem M.S.K.H.B. starfar eykst innvegin mjólk mjög ört, jafnfram því að markaður fyrir neyslumjólk fer vaxandi. Arið 1960 er innvegin mjólk um 642 þús- und lítrar en er komin upp í tvær milljónir lítra árið 1965. Þetta þýddi náttúmlega að starfsemin var búin að sprengja litla rjómabúshúsið utan af sér og var byggt þrisvar við það áður en yfir lauk. Árið 1964 er strax farið að ræða um teikningar og staðsetningu fyrir nýja mjólkurstöð.19 Fyrstu árin eða til 1966 var nýmjólkur- sala búsins 30% auk rjómasölu, á árunum eftir 1970 fer þetta hlutfall yfir 50%. Sölusvæðið á áttunda áratugnum náði frá Héraði til Stöðvarfjarðar, að frátöldum Norðfirði. Jafnvel kom fyrir að selt væri srnjör til Norðfjarðar og rjómi tekinn þaðan til vinnslu jafnvel þó þar væri starfandi mjólkurbú.20 Tækjakostur og þróunin Tækjakostur búsins fór ört vaxandi þessi ár. Undirstaðan var tæki til gerilsneyðingar mjólkur en svo bættust við tæki til kasein- gerðar sem koma um 1960 og nýr strokkur 1964. 1966 var svo stigið stórt skref en þá voru keyptar vélar til fitusprengingar og pökkunar á mjólk en sú vél pakkaði mjólkinni í poka.21 Eg spurði Guttorm Metúsalemsson um þróunina í gegnum tíðina, en hann hefur verið viðloðandi mjólkurbúið sem starfsmaður síðan 1962: Arið 1966 kom vél sem pakkaði mjólk og rjóma í poka. Ljósmynd: Sæbjörn Eggerisson. Það er kannski forvitnilegast og eftirminni- legast, hvernig mjólkin fór á markað fyrstu árin. Hún var send í 40-50 lítra brúsum nióur á firði og úr þeim ausið í ílát sem fólk kom með. Brúsamir komu svo til baka náttúrulega óþvegnir, óskolaðir og í misjöfnu ásigkomu- lagi. Þá þurfti að þrífa þá sem var bæði mikil vinna og erfíð. Síðan var farið með slöngur og tappað á brúsana aftur, þannig byrjaði það nú. Þá var ekki framleitt neitt nema mjólk og rjómi, engin léttmjólk, bara mjólk var mjólk og rjómi var rjómi. Svo var náttúrulega framleitt skyr og smjör. Þetta var nú upphaflega framleiðslan á neyslumarkaðnum. Þegar ég byrjaði að vinna hér var nýbyrjað að framleiða svokallað kasein sem var afgangsafurð úr þeirri mjólk sem fór í venjulega neyslu en það var notað til iðnaðarframleiðslu. Árið 1966 kemur svo pökkunarvél, lítil og nett en samt afkastamikil sem pakkaði í líters plastpoka, reyndar var líka hægt að pakka í 'A líters og % líters pakkningar en í þær fór bara rjómi. Þetta var mjög sniðugt tæki, tók lítið pláss og hafði ótrúlega mikil 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.