Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 32
Múlaþing
Svavar Stefánsson mjólkurbússtjóri stendur í
tröppunum á nýju mjólkurstöðinni og lyftir
hattinum í kveðjuskyni.
fóðurmjólk, Lögur ávaxtasafi og isblanda.34
Greinilegt að það hefur verið eins og að
losna úr spennitreyju að flytja í nýtt
húsnæði.
Hinsvegar er greinilegt að það hefur
ekki verið mjög arðbært að framleiða svona
margar tegundir, talað er um það í Samherja
1986-1987 að afkoma samlagsins hafi verið
heldur erfið og það hafi þurft meira fé úr
verðmiðlunarsjóði mjólkur. Það einkenndi
þau bú sem voru í nýmjólkurframleiðslu að
þau komu verr út en bú sem framleiddu
osta.35 Mjólkurbúið að Egilsstöðum þurfti
að sækja fé í þennan sjóð í mörg ár og því
greinilegt að það hefur ekki borið sig
fjárhagslega.
Mjólkurbú K.H.B. í kringum
árþúsundamótin
Tíundi áratugur síðustu aldar virðist hafa
verið nokkuð tíðindalaus tími, menn virðast
hafa reynt að hagræða í rekstri samlagsins.
Á árinu 1996 voru lagðir inn 2,82 milljónir
lítra og reiknað var með viðbót um 300-400
þúsund lítra fyrir árið 1997. Ástæðan var sú
að mjólkurstöð K.A.S.K. á Höfn hætti
vinnslu þann 31.12. 1996 og gerðust þeir
bændur austan Almannaskarðs sem voru
þar, innleggjendur hjá M.S.K.H.B., jafn-
framt því sem ostavinnslan sem var á Höfn
færðist til Egilsstaða og byrjaði þá
framleiðsla á Mozzarelluosti,36 sem eins og
áður kom fram verður eina framleiðsluvara
Mjólkurbúsins á Egilsstöðum von bráðar.
Árið 2001 var mjólkurinnleggið komið
upp í tæpar 3.6 milljónir lítra en vöru-
tegendum hafði fækkað niður í níu.37
Aukningu mjólkur til búsins má líklega
skýra með framkvæmdum sem bændur
höfðu farið í, t.d. stækkun fjósa og
endurnýjunar tækjabúnaðar sem skilaði
auknu hagræði.
Mjólkurbúið selt
Svo gerðist það í byrjun árs 2002 að
M.S.K.H.B. var selt til Mjólkurbús
Flóamanna. Umræður um stöðina höfðu
verið umtalsverðar innan stjómar K.H.B. og
kúabænda frá því í mars 2001. Ástæða
sölunnar var fyrst og fremst miklar breyt-
ingar sem höfðu átt sér stað í rekstrar-
umhverfi mjólkuriðnaðarins. Kaupsamn-
ingur um söluna var samþykktur samhljóða
á fundi með mjólkurbændum og með um
80% atkvæða á fulltrúafundi, þannig má
segja að það hafi verið nokkuð gott sam-
komulag um söluna enda var salan gerð í
trausti þess að hún myndi styðja við
áframhaldandi mjólkurframleiðslu á félags-
svæðinu38.
Um hugsanlega ástæður sölunnar hafði
Guttormur m.a. þetta að segja um málið:
...Kannski vantaði KHB peninga, og menn sáu
auk þess fram á að þróunin væri sú að verið
30