Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 34
Múlaþing
því ári.40 Ljóst er að þessum stöðugildum
mun fækka við þessa hægræðingu. I spjalli
mínu við Guttorm framleiðslustjóra lýsti
hann hryllingi sínum á þessum aðgerðum
og að hann skildi ekki framkvæmdina að
öllu leyti. Sagðist hann ekki sjá
hagræðinguna af því að hætta pakka hér
mjólk en vonaðist til þess að það kæmi í
ljós að það væri kostur þó að hann hefði
sínar efasemdir urn það.41
Hagræðingarhöggin
Sjá má af þessu riti, þó það sé ekki mjög
ýtarlegt, að margt hefur breyst í framleiðslu
og umhverfí mjólkurbúsins. Framleiðslu-
og geymsluaðferðir á mjólk hafa gjörbreytst
á þessum árum. Þó komst ýmislegt ekki að
sem gaman hefði verið að fjalla um. Þar má
nefna að í Héraðsskjalasafni Austurlands er
skjal sem sýndi að fyrstu hugmyndir manna
urn mjólkurbú komu fram um 1935 og
snérust um það að virkja Miðhúsaá til þess
að knýja það. Einnig má nefna mjólkur-
flutninga, en það er efni sem má hæglega
nota til þess að fylla aðra svona ritgerð og
gott betur, það er miður að hafa ekki getað
komið því að.
Það er leiðinlegt að geta ekki sagt það að
þegar mjólkurbúið er að nálgast fimmtugs-
afmæli sitt standi það sterkara sem aldrei
fyrr, því miður er raunin ekki sú. Sjaldan
hefur útlitið fyrir mjólkurstöðina á Egils-
stöðum verið jafn dökkt og ískyggilegt.
Þegar hæst stóð framleiddi þetta mjólkurbú
15 vörutegundir en núna verður aðeins ein
til framleiðslu og spurning hvað sú
framleiðsla mun standa lengi áður en
hagræðingardraugurinn drepur mjólkur-
stöðina endanlega.
Síðustu ár hafa mjólkurbændur á
svæðinu, sem nær frá Vopnafirði til Djúpa-
vogs, lagst í miklar ijárfestingar til þess að
auka framleiðsluna og hagræða svo
mjólkurbúið standi sterkari fótum. Gleym-
um því ekki að K.H.B. seldi mjólkur-
stöðina með því hugarfari að það væri
mjólkurvinnslu á svæðinu til framdráttar. í
rauninni er M.S. að segja bændum á þessu
svæði að þeir séu einskis virði, að þeir
hreinlega þurfi ekki þessa mjólk og geti
hreinlega hætt þessu hokri og pakkað
saman.
Það er líka mjög athyglisvert að þegar
hagræðingarhöggin dynja á Mjólkurstöð-
inni á Egilsstöðum sí og æ, að þá skuli
starfa þrjú mjólkurbú á Norðurlandi. Eitt á
Sauðárkróki (K.S. i samstarfi við M.S.),
annað á Blönduósi og það þriðja á
Akureyri, maður mundi nú halda að þama
væm mun betri tækifæri til hagræðingar,
þar sem samgöngur milli þessara staða em
mun auðveldari en t.d. á vinnslusvæði
mjólkurbúsins á Egilsstöðum.
Ritgerð unnin við Menntaskólann á
Egilsstöðum, áfangi SAG 383, vorönn 2008.
Tilvísanir
1 Jón Kristjánsson 1979:37
“ Jón Kristjánsson 1979:38
3 Munnl.uppl. Guttormur Metúsalemsson 11.
mars 2008
4 Jón Kristjánsson 1979:37
5 Jón Kristjánsson 1979:38
6 Benedikt Gíslason 1959:214
^ Benedikt Gíslason 1959:236
® Benedikt Gíslason 1959:246
9 Benedikt Gíslason 1959:248
^ Benedikt Gíslason 1959:256
* * Benedikt Gíslason 1959:257
Benedikt Gíslason 1959:267