Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 47
Minjar um sjósókn við Héraðsflóa
þó sé lendingin ekki sögð vera sem verst.21
Af þessu má ráða að útgerð á nesinu hafi
lagst af að mestu fyrir 1700 og elstu
verskálarústimar þar muni vera ævafomar
eða frá því snemma á íslenskum miðöldum.
Frá síðustu öld minnast menn helst
Selvogs vegna þess sérstæða atburðar,
þegar þar voru settir í land í apríllok 1944
þrír njósnarar af þýskum kafbáti, en
Borgfírðingar komust fyrir tilviljun á slóð
þeirra. Voru þar á ferð tveir íslendingar og
einn Þjóðverji og vom þeir handteknir í
Njarðvík viku síðar.22
Héraðssandar
A Héraði og víðar á Austurlandi merkti
orðið sandur lengst af sama og reki eða
ljara í öðrum landshlutum. Því er alltaf
talað um Héraðssanda í fleirtölu sem
samsafn margra sanda. A fjörum þar var
með sama hætti og annars staðar fylgst
nákvæmlega með því hvað kæmi í hlut
hvers og eins af reka. Hver sandur hafði
ákveðna lengd, mælt í föðmum, og var hann
afmarkaður til endanna með kennileitum.
Héraðssandar voru í þúsund ár uppspretta
trjáviðar sem gagnaðist Fljótsdalshéraði til
húsbygginga og margháttaðra búsmuna.
Guðmundur Jónsson firá Húsey getur þess
að nær öll hin eldri hús á Úthéraði séu
byggð úr rekavið og undirviðir í flestum
húsum þar hafí fram á hans daga, þ.e. á
síðasta ijórðungi 19. aldar, verið úr rekavið.
Þó hafí þiljur og burðarviðir oftast verið
keypt í verslunum.
Sjávarsókn segir Guðmundur sama sem
enga frá Héraðssöndum eftir því sem hann
muni eftir. „Olli því vafalaust mest
tíðarfarið, því að stórviðrasamt er þar,
Landsendi, fornleifauppdráttur, sbr. árbók 2008, s.
284.
einkum að vestanverðu. Að vísu eru þar
engar hafnir, en ekki mun vera erfíðara að
lenda þar við sandinn en víða á Suðurlandi,
þar sem sjór var sóttur á þessum árum
sleitulaust.“23 Undanskildar eru þá sel-
veiðar, en mikið var veitt af sel í net og með
uppidrápi við ósa straumvatna, á eyrum
Lagarfljóts og þó einkum Jöklu, en þar var
selurinn friðhelgur fyrir byssu.
Olavius getur þess að þegar brim sé á
vetrum reki oft hrognkelsi og flyðru á
Héraðssöndum.24
Landsendi og Ker
Landsendi er heiti á svæði utan við Hellisá
í landi Ketilsstaða í Hlíð og nær að
Móvíkum, en upp af heitir Landsendaijall.
Á Landsenda var afbýli með sama nafni, í
2' Ólafur Olavius. Ferðabók II. Reykjavík 1965, s. 149.
22 Hjörleifur Guttormsson. Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði. Árbók Ferðafélags íslands 2008, s. 204.
2-1
Guðmundur Jónsson frá Húsey. Að Vestan IV. Sagnaþættir og sögur II. Akureyri 1955, s. 128-129
Ólafur Olavius. Ferðabók II. Reykjavík 1965, s. 153.
45