Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 49
Minjar um sjósókn við Héraðsflóa
Athyglisvert er að Olavius nefnir ekki
Ker á nafn enda beindust sjónir hans raest
að Múlahöfn sem síðar getur. Þó er ljóst að
lendingin í Keri hefur verið notuð til
útræðis fyrr á öldum. Um það vitna tóftir af
nausti og verskálum á tveimur stöðum á
bakka ofan fjöru undir lágu klettabarði
suður af lendingunni. Er staðurinn röska
400 m austur af bæjarstæði og beitarhúsum
á Landsenda.
Uppi á sjávarbakkanum inn og upp af
Kerklöpp er allstór hlaðinn húsgrunnur eftir
vörugeymslu sem Gránufélagið mun hafa
byggt á síðasta fjórðungi 19. aldar. Líklega
var þessi aðstaða nýtt af fleirum sem reyndu
að flytja vörur í Ker um og eftir aldamótin
1900. Árið 1926 lét Stefán Th. kaupmaður
á Seyðisfirði koma upp skúr yfir byggingar-
efni til kirkjubyggingar á Sleðbrjót en
efninu var skipað upp í Keri.25 Grunnur
hans er langtum innar, vestur af útfalli
Fögruhlíðarár á bala ofan kletta út og niður
af beitarhúsum á Landsenda. Skúrinn sem
var úr timbri og bárujámi var tekinn niður
nokkmm árum síðar og nýttur sem fjós á
Ketilsstöðum.26
Á 19. öld heyrði sjósókn til undan-
tekninga í Úthlíð, t.d. er í sóknarlýsingunni
1839 aðeins talað um dálitla kópaveiði frá
Ketilsstöðum en annars sé ekkert til
hlunninda eða veiðiskapar teljandi.27 í
sýslulýsingu 1745 er talað um gnægð
hákallsafla „á ystu bæjum í Vopnafírði og
við Ketilsstaði í Jökulsárhlíð en nú í nokkur
ár ekki verulegur.“28 Guðmundur Jónsson
frá Húsey segir verra að lenda við Ketils-
Verskálatóftir nyrst á Fremsta-Geldingsnesi.
Fornleifauppdráttur.
staði en í Óshöfn austan flóans. Telur hann
verða ófært í Keri nokkru fyrr en á Héraðs-
söndum.29 Oft urðu þar skipskaðar fyrmm
að sögn Guðmundar. Þar dmkknaði 1737 í
lok skemmtiróðurs Brynjólfur prófastur
Halldórsson, prestur á Kirkjubæ.
Geir Stefánsson á Sleðbrjót. Kirkjan og kirkjugarðurinn á Sleðbrjót. Múlaþing 21, 1994, s. 117.
26
Upplýsingar símleiðis frá Stefáni Geirssyni á Ketilsstöðum, 20. nóvember 2008.
27
Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar. Reykjavík 2000, s. 180.
28
Þorsteinn Sigurðsson. Lýsing á norðurhluta Múlasýslu 1945. Indriði Gíslason þýddi og bjó til prentunar. Fylgirit Múlaþings
2001, s. 14.
29
Guðmundur Jónsson frá Húsey. Að Vestan IV. Sagnaþættir og sögur II. Akureyri 1955, s. 129.
47