Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 78
Múlaþing
Stikuþvottur á Öxi. Eigandi myndar: Bryndís
Jóhannsdóttir.
tíma, sagði við konuna sem færði honum
skreytinguna: „Þetta er það eina sem
minnir á jólin hjá mér.“
Árið 1995 tók félagið að sér litla stúlku
á Indlandi, hún var þá fímm ára. Höfum við
kostað uppeldi hennar og skólagöngu. Núna
á þessu ári 2008 er hún 18 ára og hefur
lokið námi, þannig að nú getur hún séð fyrir
sér sjálf. Við höfum fylgst með henni
gegnum árin þannig að við höfum fengið
bréf og teikningar einnig ljósmyndir
einstöku sinnum.
Við sendum henni líka smá gjafir stöku
sinnum en það var frekar erfitt því það
þurfti að vera eitthvað sem öll börnin á
heimilinu hennar, ,J.itlu ljósunum“ gátu
notið, ekki mátti taka eitt bam út úr og gefa
því gjafir.
Við Vökukonur höfum verið duglegar
við að halda námskeið. Sýnir það vilja
okkar til læra eitthvað. Hafa það bæði verið
sauma- og prjónanámskeið, einnig nokkur
matreiðslu- og bakstursnámskeið. Við
höfum líka verið duglegar við margskonar
handavinnu- og föndumámskeið
I mörg ár komu konumar saman eitt
kvöld fyrirbolludag og útbjuggu bolluvendi
sem voru svo seldir sunnudaginn fyrir
bolludag. Fljótlega var svo farið að selja
bollukaffi þennan dag og þá vom vendimir
seldir þar. Þetta gekk mjög vel í nokkuð ár.
Eftir það var farið að baka bollur og selja í
fyrirtækin og gengur það alltaf mjög vel.
Til félagsins var mikið leitað á tímabili
til að sjá um bakstur og kaffisölu við alls
konar tækifæri og var þetta oft geysileg
vinna fyrir konurnar, því að oft voru
aðstæðurnar mjög erfiðar þegar verið var að
vinna þetta í húsnæði þar sem ekki var neitt
til neins. En alltaf tóku konumar að sér að
sjá um veislurnar þegar þær voru beðnar.
Margt fleira hafa konumar gert til að
afla peninga sem ekki verður talið hér. Þó
langar mig að minnast á síðasta stóra verkið
sem við tókum að okkur sumarið 2007, en
það var að þvo stikur á Öxi, í botni
Berufjarðar báðum megin fjarðar, einnig
allan Hamarsfjörð austan megin þetta
gerðum við þrisvar sinnum yfir sumarið og
ein ferð var farin og þvegnar allar stikur í
Skriðdal þar sem ekki er bundið slitlag.
Einnig tókum við að okkur stikuþvottinn
2008.
Margir hafa hugsað hlýtt til kvenfélags-
ins og sýnt það í ýmsu, til dæmis með því
að taka litla eða enga leigu fyrir húsnæði
sem við höfum þurft á að halda við hin
margvíslegu störf okkar. Nokkrir hafa gefið
okkur gjafir.
Stærsta og rausnarlegasta gjöfin er
sumarbústaðurinn Selgrund, sem Þorsteinn
Sveinsson sem var kaupfélagsstjóri hér á
Djúpavogi í 20 ár og síðan á Egilsstöðum,
gaf kvenfélaginu árið 1981 í minningu um
konu sína Ástu Magnúsdóttur.
Þorsteinn byggði þennan bústað í
Hofsdal í Álftafirði í landi Bjöms Jóns-
sonar á Hofi. Þetta var afskaplega fallegur
staður og hafði verið plantað trjám við
bústaðinn, en þangað var oft erfitt að
komast því það var ekki fært fyrir alla bíla.
76