Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 87
Þáttur af Jóni Sigurðssyni
Bœriiin í Njcirðvík 1948. Myndina tók Þorsteinn Jósepsson. Eigandi mvndar: Reynir Björnsson.
heyskap. Fór ég þá ætíð að fínna Jón
Sigurðsson í Njarðvík, fróðan mann og
ágætan, og skrifaði upp eftir honum ýmis-
legt um austfirskar ættir, sem hann hafði
mest eftir Hjörleifi sterka á Nesi.“
Þar sem Njarðvíkurætt hin nýja hefst í
Ættum Austfírðinga segir séra Einar svo:
„Jón Sigurðsson er fæddur 13.5. 1802 á
Surtsstöðum, bjó alla stund í Njarðvík og
var fróður um margt. Fátækur var hann en
gestrisinn, góðsemdar- og greiðamaður, og
mikilsvirtur af öllum. Hefði betur átt heima
á menntaveginum en við búskap, og hefði
eflaust kveðið að honum sem mennta-
manni. Hann var háttprúður heiðursmaður í
allri framkomu. Hann fékk æxli á annað
augnalokið, sem varð á við rjúpuegg, og var
síðan blindur á því auga. Hann ritaði
talsvert af þjóðsögum í safn Jóns
Amasonar. Hann var talsvert hagmæltur.“
Ekki þarf að lasta lýsinguna, en í
hvomgri umsögninni kemur fram, að Jón
hafí nokkuð ritað um ættir, og helst má lesa
að hann hafí ekki vitað mikið þar, utan
eitthvað frá Hjörleifí sterka. Þetta þykir mér
ekki trúlegt, og ber ekki saman við það sem
ættmenn Jóns segja.
Jón var laus við búskapinn og átti vini
og frændur vítt um Hérað. Af þvi mætti
álykta, að hann hafí leitað á fund þeirra og
annara, sem vissu eitthvað í fræðum. Og
helstu fræðigreinar í þann tíð voru ætt- og
sagnafróðleikur. Sé það rétt að margir
fróðleiksmenn hafí sótt Jón heim, hefur
hann eflaust fræðst af þeim. Eins og ég hefí
þegar bent á, getur séra Einar þess eins, að
hann hafí skrifað upp eftir Jóni ýmislegt um
ættir á Austurlandi, en hvergi að hann hafí
fengið að láni hjá honum ættartöluhandrit.
Það er með ólíkindum, að jafin ritfær maður
og Jón var, og með áhuga sinn á ættfræði,
hafí ekki skrifað neitt um þetta.
Eg hefi það líka eftir Þorbjörgu
Steinsdóttur, sem var bróðurdóttir Jóns, og
heimagangur þar, einnig Jóni Sigurjóns-
syni, sonarsyni Jóns, og fleirum af ættinni,
85