Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 93

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 93
Þáttur af Jóni Sigurðssyni Augnabliksmynd Við skulum nú um ögurstund hverfa aftur í tímann til æsku og unglingsára Þorbjargar Steinsdóttur. Þá voru á búunum í Njarðvík um 60 manns. Flest voru þetta frændur og vinir, og fólkið gekk út og inn eins og þetta væri eitt heimili. Rökkurblundi er brugðið, og við erum stödd í baðstofu Jóns Sigurðssonar. Ljós blaktir á kolu og skjágluggarnir gefa dimmúðgan svip. Á elliblakkri skarsúðinni leika kynjamyndir, sem koma og hverfa. Bak við hinn dimma ljóra býr heimur hins hulda, fullur af ógnum og dásemdum. Baðstofan er lítil, þó gerð fyrir 14-15 manns. Rúm með sameiginlegum göflum, eru með báðum hliðurn, en á einum stað er skot undir glugga, og þar stendur lítið borð. Fullorðna fólkið er sest upp, hver á sínu rúmi, og grípur verkefnin, kamba, rokka, snældur og prjóna. Einn tálgar sleif, annar bregður gjörð. Enginn verður útundan með verkefni. Flúsfreyja gengur um baðstofuna og horfir vökulum augum á verk hvers og eins. Þó er engan ótta að sjá hjá fólkinu, heldur má lesa góðvild úr augnaráði þess, er það lítur á hana. Við borðið undir glugganum situr húsbóndinn, mikill vexti, friður sýnum og höfðinglegur. Fíann er að skera ijaðrapenna, sem hann dýfir síðan i kálfsblóð og prófar á nögl sér. Á borðinu eru staflar af bókum og handritum, sem hnýtt er utan um með þvengjaskinnsböndum (!). Jón strýkur yfír pappírinn fyrir framan sig og sléttar úr hrukkum, sem komið hafa vegna óhægrar geymslu, og byrjar síðan að skrifa. Nú er allt komið í gang í baðstofunni, sinn vanagang. Kannski er þessi baðstofa ekkert frábrugðin öðrum baðstofum, þar sem fátækt og getuleysi íslenskrar alþýðu er skráð á súð, sperrur, gólf og göng. Jú, í hornum og skotum, hvar sem afdrep er eða sýnist, eru bækur, ekkert annað en bækur, bögglar og handrit, sem hnýtt er utan um. Yngri bömin ærslast á gólfinu og annað veifið skjótast þau eldri í leikinn. Heimilisfólkið ræðir saman hátt og lágt. Fólkið af hinum bæjunum kemur, ýmsra erinda, kliðurinn og erillinn eykst jafnt og þétt. En bóndinn við borðið lítur ekki upp, hann virðist ekkert af þessu heyra, heldur skrifar jafnt og þétt. ,Bóndinn‘ hefur lotið í lægra haldi, og einkenni hans að mestu horfin. Myndin er líkari venjulegum sveitaklerk eða klausturmanni. Þama lítur hann þó upp og rennir auga að skoti einu inn við gafl. Hann stendur upp nokkuð seint, og gengur þangað, án þess að gefa öðm gaum. Þar tekur hann fram stóra skinnbók og leitar heimilda. Kannski er þarna eitthvað af þeim fornu heimildum, sem voru við lýði allt fram á okkar daga, en týndust eins og handrit Jóns. Um það vitum við ekki, en í auga hans bregður fyrir bliki og bros læðist á vör. [Þessi síðasti kafli hefur áður verið prentaður í þættinum Frá liðnum dögum, í bókinni Ur syrpu Halldórs Péturssonar. Rv. 1965, bls. 152-153.] Helgi Hallgrímsson skrifaði upp á tölvu 1996 eftir vélrituðu handriti Halldórs sem geymt er í Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Helgi ritaði einnig viðbótina um þjóð- sagnaskráningu Jóns og bjó þáttinn til prentunar. Ritstj. 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.