Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 96
Múlaþing
Snotra
Eptir Jón bónda Sigurðsson í Njarðvík í Múlasýslu.
Þess er getið, að eitt sinn í fymdinni kom að Nesi í Borgarfirði austur kona ein
tíguleg mjög, sem einginn vissi deili á. Hún settist þar að, og þókti æ meira til
hennar koma, því betur menn feingu að þekkja hana. Hún náði þar fljótt búráðum,
og varð eigandi Ness, en ekki er getið hvemig á stóð á Nesi, er hún kom þar; hún
fékk sér ráðsmann með sér yfír búið, og setti á við hann, að hann segði sér, hvar
hún yrði næstkomandi jól, því hún kvaðst fara að heiman og vera burtu um jólin.
Maðurinn kvaðst ekki mundi geta það. Hún sagöi það riði á lífi hans, gæti hann
ekki sagt sér þetta, en gæti hann það, þá mundi hún góðu launa honum.
Leið nú fram að jólum; en á aðfángadagskveld jóla bjóst Snotra að heiman, en
einginn vissi hvert hún fór. Að liðnum jólunum kom hún aptur, gekk til ráðsmanns
síns og spurði hann, hvert hann gæti nú sagt sér, hvar hún hefði verið um jólin.
Hann kvað nei við. Eptir þetta hvarf hann, og vissi einginn hvað af honum varð.
Svona gekk fyrir öðmm og hinum þriðja, sem til hennar fóm. Hún hafði sömu
skilmála við alla ráðsmenn sína. Það var vani hennar, að hún hvarf burtu um hver
jól, og spurði alla hins sama, en einginn þeirra gat sagt henni þetta. Hurfu þeir svo
allir.
Seinast fór enn einn til hennar; hún setti sama á við hann. Hann sagðist skyldi
segja henni það, ef hann gæti. Nú leið að jólum, og á aðfángadagskveld undir
sólsetur fór Snotra að búast að heiman eptir vana, en verkmenn lögðust til svefns í
skála. Ráðsmaðurinn vakti og hafði nærri njósnina, er Snotra fór út úr bænum, dró
sig á eptir henni, til að sjá hverja leið hún legði. Hann sá, að hún lagði leið ofan
túnið til sjávar, og hélt á einhverju undir hendi sér; hann læddist á eptir henni. En
er hún kom ofan á sjávarklappimar, þá settist hún niður, tók böggulinn, sem hún
bar undir hendinni og rakti hann sundur. Hann sá, að þetta var ljósleit blæa, þvi
hann var innar frá henni á bakkanum. Þegar hún sá hann fleygði hún til hans annari
blæjunni, en steypti yfír höfuð sér hinni, sem hún hélt á, og fleygði sér svo í sjóinn.
Hann gjörði hið sama með mesta flýti, fór á eptir henni og gat náð í homið á
blæunni á baki hennar.
Liðu þau svo líkt sem í reyk eða móóu nokkum tíma, uns þau komu að landi,
mjög fogru. Þar gekk Snotra á land og lagði af sér blæuna í afvikin stað, og gekk
svo upp á landið. Hann gjörði hið sama, tók af sér blæu sína, batt hana saman og
lagði ofan á hennar blæu, og hélt svo á eptir henni. Hann sá, að landið var óvenju
fagurt, vaxið ylmjurtum og ávaxtatrjám, og þegar leingra kom, sá hann aldingarða
víða frá sér; því næst sá hann borg eina, mjög skrautlega, og vom múrar umhverfis
hana; en er hún kom undir borgarhliðið, geingu á móti henni margir menn með
hljóðfæraslætti, og tóku í henni, en hún leit við honum, og benti að hann skyldi
stefna þángað, sem tvær háreystar byggíngar stóðu nær því saman, en þó lítið bil á
milli. Þángað fór hann og fann þar byggíngu litla, og mátti úr henni ná upp að
glugga einum, sem var á miklu byggíngunni þar hjá. Þar hélt hann kyrru fyrir;
94