Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 97

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 97
Þáttur af Jóni Sigurðssyni fyrsta kveldið fór hann upp að glugganum, og sá þar inni viðhöfn mikla, alt uppljómað af ljósum, og mikinn fjölda af skrautbúnu fólki, er lék ýmsa dansleika með hljóðfæraslætti og allskonar gleðilátum. í hásæti sá hann tígulegan mann, og Snotru þekti hann við hlið hans í drottningar-skrúða; á þessu furðaði hann. Þama stóð hann við gluggann, þartil hætt var dansleiknum, tekið af borðum og geingið burt úr salnum. Þegar hann hafði tekið á sig náðir, kom úng kona til hans með mat. Hin sama bar honum mat og drykk meðan hann var þar. Upp að glugganum fór hann á hverju kveldi og sá ætið hið sama, skraut mikið og gleði og þau í hásæti. En síðasta kvöldið, sem hann stóð við gluggann, kómu menn inn og bám þeim, sem í hásætinu sat, að kýr ein á staðnum hefði borið 2 kálfum, og hefði annar kálfurinn verið dauður, er að var komið. Tvær konur hefðu átt að sjá um kúna, og kendu hver annari um dauða kálfsins. Út úr þessu varð deila milli þeirra. Við þessa fregn varð höfðinginn reiður mjög. Að liðnum jólunum varð ráðsmaður Snotru var við, að búist var við brottför hennar. Fylgdi henni úr höllinni múgur og margmenni með hljóðfæraslætti. Leiddi höfðinginn hana við hönd sér úr salnum, og skildi þar við hana með trega miklum; hélt hún svo sömu leið til baka að móðunni, og ráðsmaður hennar á eptir. Liðu þau svo eins og í þoku, uns þau komu að landi á sama stað sem þau fóru frá. Tók hún þá af sér blæuna og braut saman. Hann gjörði svo lika og kastaði til hennar. Hún talaði ekkert, en gekk heim, og hann á eptir og til skála, og svaf af til morguns. Verkmenn fóru á fætur eptir vana til verka, en hann lá einn eptir. Þá kom Snotra til hans og bauð honum góðan dag, og spurði, hvort hann gæti nú sagt sér, hvar hún hefði verið um jólin. Hann kvaðst ei vita það, en kvað: „Deildu tvær um dauðan kálf, drottning mín það veiztu sjálf; ógurlegt var það orðagjálfur, yfrið reiður var kóngurinn sjálfur.“ „Hafðu þökk fyrir,.“ mælti Snotra, „nú hefur þú leyst mig úr álögum; eg var hrakin frá manni mínum, og lagt á mig, að eg skyldi aldrei hjá honum getað verið, nema um hver jól, nema einhver fyndist sá, sem gæti sagt mér, hvar eg dveldi á jólum. Þú einn varst til þess; fyrir það gef eg þér bú mitt allt og bújörð, og muntu gæfumaður verða.“ Eptir þetta hvarf Snotra, og sást ekki síðan. Var jörðin kend við hana síðan, og kölluð Snotrunes. (Islenzkar þjóðsögur og œvintýri. Safnað hefir Jón Arnason. Fyrsta bindi. Leipzig, 1862. Ljósprentað íLithoprent 1944. Bls. 115-116.) 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.