Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 97
Þáttur af Jóni Sigurðssyni
fyrsta kveldið fór hann upp að glugganum, og sá þar inni viðhöfn mikla, alt
uppljómað af ljósum, og mikinn fjölda af skrautbúnu fólki, er lék ýmsa dansleika
með hljóðfæraslætti og allskonar gleðilátum. í hásæti sá hann tígulegan mann, og
Snotru þekti hann við hlið hans í drottningar-skrúða; á þessu furðaði hann. Þama
stóð hann við gluggann, þartil hætt var dansleiknum, tekið af borðum og geingið
burt úr salnum.
Þegar hann hafði tekið á sig náðir, kom úng kona til hans með mat. Hin sama
bar honum mat og drykk meðan hann var þar. Upp að glugganum fór hann á hverju
kveldi og sá ætið hið sama, skraut mikið og gleði og þau í hásæti. En síðasta
kvöldið, sem hann stóð við gluggann, kómu menn inn og bám þeim, sem í
hásætinu sat, að kýr ein á staðnum hefði borið 2 kálfum, og hefði annar kálfurinn
verið dauður, er að var komið. Tvær konur hefðu átt að sjá um kúna, og kendu hver
annari um dauða kálfsins. Út úr þessu varð deila milli þeirra. Við þessa fregn varð
höfðinginn reiður mjög.
Að liðnum jólunum varð ráðsmaður Snotru var við, að búist var við brottför
hennar. Fylgdi henni úr höllinni múgur og margmenni með hljóðfæraslætti. Leiddi
höfðinginn hana við hönd sér úr salnum, og skildi þar við hana með trega miklum;
hélt hún svo sömu leið til baka að móðunni, og ráðsmaður hennar á eptir.
Liðu þau svo eins og í þoku, uns þau komu að landi á sama stað sem þau fóru
frá. Tók hún þá af sér blæuna og braut saman. Hann gjörði svo lika og kastaði til
hennar. Hún talaði ekkert, en gekk heim, og hann á eptir og til skála, og svaf af til
morguns.
Verkmenn fóru á fætur eptir vana til verka, en hann lá einn eptir. Þá kom Snotra
til hans og bauð honum góðan dag, og spurði, hvort hann gæti nú sagt sér, hvar hún
hefði verið um jólin. Hann kvaðst ei vita það, en kvað:
„Deildu tvær um dauðan kálf,
drottning mín það veiztu sjálf;
ógurlegt var það orðagjálfur,
yfrið reiður var kóngurinn sjálfur.“
„Hafðu þökk fyrir,.“ mælti Snotra, „nú hefur þú leyst mig úr álögum; eg var
hrakin frá manni mínum, og lagt á mig, að eg skyldi aldrei hjá honum getað verið,
nema um hver jól, nema einhver fyndist sá, sem gæti sagt mér, hvar eg dveldi á
jólum. Þú einn varst til þess; fyrir það gef eg þér bú mitt allt og bújörð, og muntu
gæfumaður verða.“ Eptir þetta hvarf Snotra, og sást ekki síðan. Var jörðin kend við
hana síðan, og kölluð Snotrunes.
(Islenzkar þjóðsögur og œvintýri. Safnað hefir Jón Arnason. Fyrsta bindi.
Leipzig, 1862. Ljósprentað íLithoprent 1944. Bls. 115-116.)
95