Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 107
Unamál
Unalœkur hlykkjast að ósi við Grímsárósa (2002).
Sigfus Sigfússon ritaði Þátt Una hins
danska eða óborna í þjóðsögusafn sitt,
aðallega út frá ömefnum sem við hann eiga
að vera kennd. Þar er sagan af komu Una til
landsins og erindi hans, tekin upp úr
Landnámu, en síðan segir:
Uni tók land í Selfljótsósi og byggði. Sigldi
hann nokkuð upp eftir fljótinu og festi knörr
sinn við klett þann, er þar er nokkum spöl
innar frá bænum og kallaður er síðan Knörr.
Er klettasnagi eða drangi einn hátt uppi í
Knerrinum, er hann batt skipið við. Nú hefír
fljótið borið aur að Knerrinum og myndað þar
fram undan nes lítið, en fljótið er þaðan út til
sævar nú á dögum varla bátfært fyrir
grynningum. Bær Una hét síðan að Unaósi.
Þá kemur skýring á því hvers vegna Uni
þurfti að kaupa kvikfé og vistir:
Tvo vetur hafði Uni og félagar hans hér verið,
þegar kom svo harður vetur að hann missti
kvikfénað sinn, en Héraðs- og fjarðabændur
vildu eigi selja í skarðið og tóku að ýfast við
hann, einkum er hann tók að ræna. [...] Eigi
segir Landnáma berum orðum að bændur
gerðu honum aðsúg, en til eru allforn
munnmæli um það, bundin við ömefni, og
þótt þau séu óglögg virðist mega ráða af þeim
að svo hafi verið. Þessi munnmæli segja að
bændur í efra og neðra söfnuðu her manns og
ætluðu að honum. Sá hann þá sitt óvænna, því
Héraðsbúar voru á ferð komnir að sækja hann
heim. Uni hrökk undan upp eftir Héraði með
menn sína, allt að læk þeim sem rennur úr
fjalli ofan hjá Gilsárteigi. Þar gat hann leynst
eftir gilinu til fjalls því skógur var þar ærið
þéttur.13
I Þjóðsögum Jóns Amasonar er pistill um
örnefni í Utmannasveit, eftir Jón Sigurðs-
son í Njarðvík. Þar segir í upphaft:
Uni hinn danski, Garðarsson, kom skipi sínu
að Ósum, Austfjörðum, og byggði þar sem
síðan heitir Unaós, sem er yzti bær með fjalli
i Utmannasveit. Þar sér enn þrjár tóftir,
105