Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Qupperneq 122
Múlaþing
virkjunar Búðarár allt að kr. 90.000.00 til
30 ára. Fundinn sátu 79 þorpsbúar og
greiddu allir atkvæði með heimildinni nema
tveir. Tæpum tveimur mánuðum síðar eða
21. júlí barst hreppsnefndinni eftirfarandi
skeyti frá Líftryggingafélaginu Thule: „Lún
fœst gegn ábyrgð ríkisins og sýslusjóðs.“
Því næst var gengið frá lántökunni og
verkið boðið út. Lægsta tilboðið átti
Rafmagn hf. í Reykjavík kr. 96 þúsund í allt
verkið, en heimamenn skyldu sjá um allan
ílutning að stíflu í Búðará og gröft fyrir
þrýstileiðslu og stöðvarhús. Þessi vinna var
öll unnin af Reyðfírðingum í sjálfboða-
vinnu, og sýnir það áhuga manna og
eindrægni í þessu mikla framfara- og
hagsmunamáli Reyðfírðinga.
Þegar gengið hafði verið frá samningum
við Rafmagn h/f, var þegar hafist handa við
að panta vélar, þrýstivatnsrör og annað, sem
til þurfti, svo sem staura og vír og
einangrara í línur frá rafstöðinni, sem voru í
rauninni tvær. Önnur fyrir þorpið fyrir
framan hæð eins og sagt var, en hin fyrir
utan hæð. I daglegu tali var talað um útlínu
og framlínu. Til gamans má geta þess, að
gildleiki víranna í þessum línum var 95
fermillimetrar í aðaltaugunum, en 35 í
miðtauginni.
í ágústmánuði kom Höskuldur Bald-
vinsson raffræðingur, sem þá var yfirmaður
hjá Rafmagni h/f, ausúir á Reyðarfjörð til
að stjóma öllum framkvæmdum við þetta
verk. Þá var byrjað á að leggja bílfæran veg
upp að stíflunni í Búðará. A sama tíma var
einnig byrjað á byggingu stöðvarhúss og
lagningu þrýstivatnspípu. Öllum þessum
framkvæmdum var lokið fyrir jól og raunar
allri útivinnu nema vinnu við raflínur frá
stöðinni, enda hafði tíð verið eindæma góð
þetta haust.
Um veturinn var svo unnið að línu-
lagningum og raflögnum í hús, en Rafmagn
h/f hafði einnig tekið að sér í ákvæðisvinnu
að leggja allar raflagnir í hús Reyðfirðinga
fyrir kr. 17.50 á hvert ljósastæði, en kr.
24.00 fyrir eldavélar og ofna. Hinn 12.
september 1929 samþykkti hreppsnefndin
að tilhlutan rafnefndar að útvega kr.
10.000.00 lán til að gera þorpsbúum kleift
að komast yfir innlagningartæki eins og
segir í fundargerð. Hér er átt við ljósastæði,
ofna og eldavélar, en þá var vart um að ræða
önnur rafmagnstæki á heimilum nema vera
skyldi straujám, en þá vom tæki eins og
ísskápar og þvottavélar óþekkt hér á landi
að minnsta kosti.
Þessi tæki vom pöntuð frá Noregi og
hétu Rex og löngu seinna og raunar allt þar
til þau urðu úrelt, þegar skipt var um spennu
með tilkomu nýju riðstraumsvélanna, var
talað um Rex eldavélar og Rex ofna, enda
voru þetta afburða vönduð og endingargóð
tæki og vom öll komin áður en rafmagninu
var hleypt á kerfið.
Stífla og þrýstivatnspípa
I aðalatriðum er virkjun Búðarár þannig, að
áin er stífluð með steinsteyptri stíflu í
mynni Svínadals, sem er hallalítill, en með
talsvert stórt vatnasvæði. Sumarið 1929 var
mjög þurrviðrasamt, en þó mældist vatnið í
Búðará 230 sekúndulítrar, sem er nægilegt
til að framleiða 300 hestöfl við 130 metra
fallhæð. Stíflan er 5,5 metrar á hæð og við
ytri enda hennar er inntaksþróin. Fyrir opi
hennar er jámrist og önnur fyrir þrýstivatns-
pípunni. Þessar ristar em til þess, að ekki
komist aðskotahlutir inn í rörin, svo sem
ísmolar, spýtur og annað því um líkt.
Þegar frost vom mikil og krapamyndun
í ánni, vildi oft frjósa í þessum ristum,
einkanlega þó, ef lítið vatn var í ánni og
ristamar voru að hluta til upp úr vatninu.
Þetta dró úr vatnsrennsli til vélanna og
afköstum þeirra.
120