Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 126
Múlaþing
Guðmundur Einarsson
Frimann Jónsson
Benjamín Jónsson
til allan daginn með öllum þeim óhrein-
indum, sem því fylgdi. Það sama gilti á
sumum heimilum um ofnana. Nokkuð var
um, að hætt væri að hita upp með
kolaofnum, en í þeirra stað komu rafmagns-
ofnar, sem var, eins og sölufyrirkomulag
var hjá Rafveitunni á þessum fyrstu árum
hennar, ákaflega góð og hagstæð lausn. En
eldavélamar og ofnamir vom líka einu
rafmagnstækin, sem fólkið hafði, en fljót-
lega komu svo straujárn og útvarpstæki.
Notkun útvarpstækja á Reyðarfirði á
þessum fyrstu árum og í raun þangað til
nýju riðstraumsvélamar komu, er líklega
nokkuð sérstök og verður nú nokkuð vikið
að því. Fyrstu ár rafveitunnar voru aðeins
útvarpstæki í nokkmm húsum og hátalarar
frá þeim í næstu íbúðir og í næstu hús. Til
dæmis var hátalari frá tækinu í Bifröst í
næsta hús, sem var Framtíð og frá Gröf var
hátalari í Öldu og svona mætti lengi telja.
En þrátt fyrir að fólk fengi sér útvarpstæki,
þá vom margir og jafnvel flestir Reyð-
firðingar, sem fóm að mestu á mis við það,
senr var í útvarpinu vegna þrálátra tmflana,
sem voru í því. Reynt var að bæta úr þessu
með því að setja upp góð loftnet, sem voru
strengd milli húsa og voru oft á löngum
stöngum á húsmænunum til að koma þeim
sem allra hæst. Þetta leiddi það af sér, að í
vondum veðrum og ísingu vildu þessi
loftnet slitna niður og oft var erfítt að ganga
þannig frá þeim, að þau héngju uppi og
gerðu sitt gagn eins og til var ætlast. En
þrátt fyrir löng og góð loftnet og góðar
jarðtengingar á tækjunum, vom tmflanir oft
svo miklar, að ekki var hægt að hlusta á
útvarpið, einkanlega þegar vont var veður.
Af þessu leiddi, að fólk taldi að útvarps-
tækin væru biluð og sendi þau í viðgerð til
Reykjavíkur, en þá hafði Viðtækjaverslun
ríkisins einkaleyfi á að selja og gera við
útvarpstæki. En oftast komu tækin aftur
með þeim skilaboðum, að ekkert hefði
fundist að þeim. Mikið var talað um, að
hlustunarskilyrði væru slæm á Austfjörðum
og þetta væri eðlilegt vegna ijarlægðar frá
útvarpsstöðinni.
Vafalaust hefur það verið rétt að
einhverju leyti, en þrátt fyrir að reist væri
endurvarpsstöð á Eiðum (1934 eða 1935),
löguðust þessar þrálátu útvarpstmflanir á
Reyðarfirði lítið sem ekkert. Reyðfirðingar
héldu því áfram að senda viðtæki sín í
viðgerð til Reykjavíkur og flestum þótti
vissara að geyma kassana, sem þau komu í,
til að hægt væri að grípa til þeirra, þegar
senda þyrfti þau í viðgerð. Þetta voru
vandaðir pappakassar og hentugir til
notkunar aftur og aftur og til þess að tryggja
góða meðferð þeirra í flutningi var teiknuð
mynd af karli, sem veifaði hatti sínum og
var látinn segja: ,JPlease stand me on my
feet. Please handle me with care.“ Þetta var
124