Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 134

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 134
Múlaþing Af þessum sökum fóru „grafarar“ þess á leit við rafveitunefnd (eða rafnefnd eins og hún var kölluð í daglegu tali) að launin yrðu hækkuð, svo þeir bæru úr býtum það, sem þeir þóttust hafa samið um. Þessu þver- neituðu nefndarmenn og vitnuðu í samninginn undirskrifaðan og vottfestan. Þessu vildu „grafarar“ ekki una og gekk þetta í þófi í einn eða tvo daga. Þá tilkynntu þeir, að ef launin yrðu ekki hækkuð sam- kvæmt þeirra kröfum, þá mundu þeir leggja niður störf tafarlaust, sem þeir og gerðu. Að kvöldi sama dags voru „grafarar “ boðaðir á fund formanns rafveitunefndar, sem þá var Sæmundur Sæmundsson skólastjóri, til þess að ná samkomulagi í þessari deilu. Þessi sáttafundur fór fram í fögru veðri á Odda- túninu fyrir utan og neðan húsið. Þar var málið rætt fram og aftur og endaði með því, að „grafarar" höfðu fullan sigur og luku verkinu eins og til stóð. Trúlega er þessi atburður sögulegur að því leyti, að sennilega er þetta fyrsta verkfall, sem sögur fara af á Reyðarfirði, og ef ekki vegna þess, þá er þetta eini kjarasamningurinn, sem gerður hefur verið úti á túni á Reyðarfirði og það án þess að nokkur viðstaddra hefði penna eða blýant í vasanum, hvað þá blað til að skrifa á. En allt, sem lofað var, stóð eins og stafur á bók og verkinu lokið eins og um var samið. Einnig var unnið að endurnýjun á dreifikerfínu og raflagnir í húsum að mestu leyti lagðar að nýju og undirbúin uppsetning á mælum. Nýja rafstöðin eða rafveitan tók svo til starfa í september 1948. Það kom í hlut Benjamíns Jónssonar rafstöðvarstjóra að annast allar þessar framkvæmdir,sem tókust afar vel, enda var Benjamín einstaklega fær rafvirki og mikill verkmaður. I aðalatriðum var rafveitukerfíð þannig gert, að útlínan svonefnda, sem náði út að Teigagerði, var tengd beint inn á aðal- töfluna í rafstöðinni, en framlínan var háspennustrengurinn, sem var getið um hér að framan og lagður var að spennistöðinni á Ostúninu. Þaðan voru svo lagðar þrjár loftlínur. Ein þeirra inn að Kaupfélagi og inn að Kollaleiru, önnur upp að Árbæ og sú þriðja út að Gimli. Þetta voru 3x220 volta línur eins og venja var í 3 fasa kerfum á þessum tíma. Á þessum árum og lengst af síðan var einhver starfsemi í gamla herspítalanum, sem reistur var á stríðsárunum og mun hafa legið raflína að honum beint frá rafstöðinni, jafnvel alla tíð frá því, að hann var byggður. Árið 1949 var sett upp Intemational dísilvél 120 Hö í rafstöðinni. Við hana var 55 K.W.A. rafall frá Metropolitan Vikers. Þessi vél var hugsuð sem hjálparvél á álagstímum og einnig, þegar vatn var lítið. Auk þess mun rafmagnsnotkun hafa aukist örar en búist var við, og vatnsvélin í raun fljótt hafa orðið of lítil. Upphaflega var ætlunin að keyra vélamar saman sem kallað er, en af einhverjum ástæðum tókst það ekki, og þegar þurfti að bæta við, var dísilvélin keyrð á útlínuna eins og það var kallað. Allar þessar framkvæmdir, sem sagt er frá hér að framan, kostuðu um 600 þúsund krónur, en ekki hafa fundist gögn um, hvemig sá kostnaður skiptist. En þá má segja, að útbæingar hafí, þó seint væri, náð sér niður á innbæingum, sem á sínum tíma fengu rafmagnið á undan þeim, sbr. vísuna -Apríl fyrsti á sitt hrós o.s. frv.- Því að þegar vélarnar stöðvuðust vegna vatnsleysis, var dísilvélin notuð til að hafa rafmagn á útlínunni. Með þessari endurnýjun á Rafveitunni og rafveitukerfinu ásamt öllum þeim þægindum, sem þessum breytingum fylgdu, svo sem eins og þvottavélum, ísskápum og jafnvel útvarpstækjum, sem heyrðist í, vom Reyðfirðingar að bæta sinn hag í rafmagnsmálum svo um munaði, en 132
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.