Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 134
Múlaþing
Af þessum sökum fóru „grafarar“ þess á
leit við rafveitunefnd (eða rafnefnd eins og
hún var kölluð í daglegu tali) að launin yrðu
hækkuð, svo þeir bæru úr býtum það, sem
þeir þóttust hafa samið um. Þessu þver-
neituðu nefndarmenn og vitnuðu í
samninginn undirskrifaðan og vottfestan.
Þessu vildu „grafarar“ ekki una og gekk
þetta í þófi í einn eða tvo daga. Þá tilkynntu
þeir, að ef launin yrðu ekki hækkuð sam-
kvæmt þeirra kröfum, þá mundu þeir leggja
niður störf tafarlaust, sem þeir og gerðu. Að
kvöldi sama dags voru „grafarar “ boðaðir á
fund formanns rafveitunefndar, sem þá var
Sæmundur Sæmundsson skólastjóri, til þess
að ná samkomulagi í þessari deilu. Þessi
sáttafundur fór fram í fögru veðri á Odda-
túninu fyrir utan og neðan húsið. Þar var
málið rætt fram og aftur og endaði með því,
að „grafarar" höfðu fullan sigur og luku
verkinu eins og til stóð.
Trúlega er þessi atburður sögulegur að
því leyti, að sennilega er þetta fyrsta
verkfall, sem sögur fara af á Reyðarfirði, og
ef ekki vegna þess, þá er þetta eini
kjarasamningurinn, sem gerður hefur verið
úti á túni á Reyðarfirði og það án þess að
nokkur viðstaddra hefði penna eða blýant í
vasanum, hvað þá blað til að skrifa á. En
allt, sem lofað var, stóð eins og stafur á bók
og verkinu lokið eins og um var samið.
Einnig var unnið að endurnýjun á
dreifikerfínu og raflagnir í húsum að mestu
leyti lagðar að nýju og undirbúin
uppsetning á mælum.
Nýja rafstöðin eða rafveitan tók svo til
starfa í september 1948.
Það kom í hlut Benjamíns Jónssonar
rafstöðvarstjóra að annast allar þessar
framkvæmdir,sem tókust afar vel, enda var
Benjamín einstaklega fær rafvirki og mikill
verkmaður.
I aðalatriðum var rafveitukerfíð þannig
gert, að útlínan svonefnda, sem náði út að
Teigagerði, var tengd beint inn á aðal-
töfluna í rafstöðinni, en framlínan var
háspennustrengurinn, sem var getið um hér
að framan og lagður var að spennistöðinni á
Ostúninu. Þaðan voru svo lagðar þrjár
loftlínur. Ein þeirra inn að Kaupfélagi og
inn að Kollaleiru, önnur upp að Árbæ og sú
þriðja út að Gimli. Þetta voru 3x220 volta
línur eins og venja var í 3 fasa kerfum á
þessum tíma.
Á þessum árum og lengst af síðan var
einhver starfsemi í gamla herspítalanum,
sem reistur var á stríðsárunum og mun hafa
legið raflína að honum beint frá rafstöðinni,
jafnvel alla tíð frá því, að hann var byggður.
Árið 1949 var sett upp Intemational dísilvél
120 Hö í rafstöðinni. Við hana var 55
K.W.A. rafall frá Metropolitan Vikers. Þessi
vél var hugsuð sem hjálparvél á álagstímum
og einnig, þegar vatn var lítið. Auk þess
mun rafmagnsnotkun hafa aukist örar en
búist var við, og vatnsvélin í raun fljótt hafa
orðið of lítil. Upphaflega var ætlunin að
keyra vélamar saman sem kallað er, en af
einhverjum ástæðum tókst það ekki, og
þegar þurfti að bæta við, var dísilvélin
keyrð á útlínuna eins og það var kallað.
Allar þessar framkvæmdir, sem sagt er frá
hér að framan, kostuðu um 600 þúsund
krónur, en ekki hafa fundist gögn um,
hvemig sá kostnaður skiptist. En þá má
segja, að útbæingar hafí, þó seint væri, náð
sér niður á innbæingum, sem á sínum tíma
fengu rafmagnið á undan þeim, sbr. vísuna
-Apríl fyrsti á sitt hrós o.s. frv.- Því að þegar
vélarnar stöðvuðust vegna vatnsleysis, var
dísilvélin notuð til að hafa rafmagn á
útlínunni. Með þessari endurnýjun á
Rafveitunni og rafveitukerfinu ásamt öllum
þeim þægindum, sem þessum breytingum
fylgdu, svo sem eins og þvottavélum,
ísskápum og jafnvel útvarpstækjum, sem
heyrðist í, vom Reyðfirðingar að bæta sinn
hag í rafmagnsmálum svo um munaði, en
132