Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 135

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 135
Ágrip af sögu Rafveitu Reyðarfjarðar sem betur fer, leið ekki á löngu áður en einnig þessi stækkun og endurbætur voru enn á ný ekki nægar. Enn eykst þörfin fyrir rafmagn Enn einu sinni vantaði meira rafmagn á Reyðarfirði. Öll þessi Rafveitusaga Reyð- firðinga sýnir glöggt allar þær breytingar, sem verða, þegar menn geta farið að taka vélar og alls konar tækni í þjónustu sína. Þetta kom gleggst í ljós á Reyðarfirði, eftir að riðstraumurinn kom með nýju vélunum og ef til vill ætti að gera úttekt á öllum þeim áhrifum, sem það hafði á atvinnulífið og daglegt líf á heimilum Reyðfirðinga og afkomumöguleika þeirra. Þegar hér var komið sögu, leið ekki á löngu, þangað til að reist var síldarverk- smiðja á Reyðarfirði og einnig hraðfrysti- hús, sem tók við fiski úr togurum og öðrum fiskiskipum, sem Reyðfirðingar áttu ýmist sjálfir eða í félagi við aðra. Þetta leiddi það af sér, að nú þurftu Reyðfirðingar ekki lengur að fara á vetrarvertíð til Homa- (jaróar, Vestmannaeyja eða suður með sjó eins og sagt var, og nú þurftu þeir ekki heldur að treysta á stopula vinnu á sumrin eins og áður var. Allt var breytt til batnaðar, fólkinu fjölgaði í þorpinu og hús byggð upp um alla móa og mela og nú var orðið stórstaðarlegt á Reyðarfirði í samanburði við það, sem var fyrir örfáum árum. Atvinnan jókst og afkoman batnaði. Nýr skóli var byggður í stað þess gamla. Byggt var íþróttahús með sundlaug með öllu tilheyrandi, götur malbikaðar og svona mætti lengi telja. Allt var breytt. Ný öld var gengin í garð á Reyðarfirði og enn einu sinni vantaði meira rafmagn. Allt þetta hefði verið óhugsandi án rafmagns. Nú var að rætast draumur þeirra framsýnu dugnaðarmanna, sem á sínum tíma réðust í það stórvirki að virkja Búðará og lögðu með því grundvöllinn að þeim framförum og velsæld, sem Reyðfirðingar hafa oftast notið síðan. En allt þetta kallaði á meira rafmagn. Á meðan öllu þessu vatt fram á Reyðarfirði, voru Rafmagnsveitur ríkisins að huga að virkjunarmálum og dreifingu raforku um landið og voru með stór áfonn á því sviði. Alls staðar vantaði rafmagn bæði til sjávar og sveita vegna þeirrar véltækni, sem alls staðar ruddi sér til rúms eftir stríðið. Fyrstu framkvæmdir Rafmagns- veitnanna á þessu sviði á Austurlandi voru þær, að sett var upp rafstöð fyrir þorpið, sem var að rísa á Egilsstöðum á þessum árum. Ekki var nú þessi framkvæmd stór í sniðum né heldur myndarskapnum fyrir að fara. Rafstöðvarhúsið var gamall her- mannabraggi og til að byrja með ein 50 Kw dísilvél, sem keyrð var á daginn og önnur minni, sem gekk á nóttunni. Seinna bættist við gömul vél frá breska hemum, en hún var á Rjúpnahæð við Reykjavík á stríðs- ámnum, útkeyrður garmur með sams konar rafal og við dísilvélina í rafstöðinni á Reyðarfirði, sem getið er um hér að framan. Þetta var nú allur vélakosturinn á þeim bæ og því auðséð, að ekki mátti við svo búið standa. Næsta skref í virkjunarmálum á Austurlandi var virkjun Grímsár og síðan Lagarfoss eins og kunnugt er. Þegar Rafmagnsveitur ríkisins fóra að reisa virkjanir og leggja raflínur um byggðir landsins, sóttust þær eftir að kaupa rafveitur og virkjanir sveitarfélaga, þar sem þær voru þegar komnar. Það sama átti við um Reyðarfjörð. Fast var lagt að Reyðfirð- ingum að selja ríkinu rafveituna og jafnvel látið í það skína, að ekki væri öraggt að þeir gætu fengið keypt það rafmagn, sem þeir gætu þurft á að halda til viðbótar því, sem þeir framleiddu sjálfir, nema hreppurinn tæki á sig kostnað við uppsetningu þriggja spennistöðva með tilheyrandi jarð- 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.