Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 136

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 136
Múlaþing strengjum samtals 805 þúsund krónur, enn þá voru eignir rafveitunnar metnar á 981 þúsund krónur. Enn einu sinni sýndu Reyðfírðingar í verki hug sinn til Rafveitunnar, og að þeir kunnu enn að meta gullmolann, sem þeir höfðu komið sér upp við erfíðar aðstæður. Og ekki höfðu þeir heldur gleymt þeirri framsýni, sem ríkti, þegar ráðist var í að koma Rafveitunni á fót og tileinkuðu sér hana einnig í þessu máli. Þeir höfðu engu gleymt, enda þvemeituðu þeir að selja Rafveituna og eiga hana enn. Þeir vissu sem var, að Ríkisveitumar þyrftu að selja þá raforku, sem framleidd væri í virkjunum þeirra og að þær kæmust ekki upp með að neita að selja orku frá virkjunum, sem byggðar voru fyrir almannafé enda varð sú raunin á. Arið 1958 var lína frá Grímsá tengd kerfí Rafveitu Reyðarfjarðar, en þá hafði orkuþörfin stóraukist með tilkomu síldarbræðslunnar, sem Síldarverksmiðjur ríkisins höfðu þá byggt, ásamt ýmissi annarri starfsemi, sem þá var hafín, svo sem síldarsöltun, fiskvinnsla o.fl. Ég gat þess hér að framan, að slys hefði orðið, þegar fyrstu vélamar vom valdar. En það gerðist annað slys, þegar þær nýju voru settar upp. Þá var þeim gömlu hent eins og hverju öðm drasli í stað þess að láta elstu vélina standa á sínum stað í stöðvarhúsinu með öllu, sem henni tilheyrði, töflunni og öllum búnaði. Þrátt fyrir þá annmarka, sem vora á þessum gamla vélbúnaði, var þar ýmislegt að fínna, sem áhugamenn um raftækni hefðu gaman af að skoða. Dæmi: Hvemig var farið að því að fá tvenns konar (tvær) spennu frá sama jafnstraumsrafli. Það er 2x220 volt og 1x440 volt. og ýmislegt annað, sem nú heyrir sögunni til. En það vill nú svo til, að elsta vélin á Eskifirði var svipuð að gerð, en þar var spennan 2x110 og 1x220 volt. Það eina, sem mér er kunnugt um að eftir sé af þessum gömlu vélum, er húsið af gamla A.E.G. rafalnum, sem er notað sem fótur undir flaggstöngina við stöðvarhúsið. Þannig var kvittað fyrir langa og góða þjónustu þessara véla, þó hún væri ekki með öllu gallalaus. I mínum augum vom þessar gömlu vélar ekki bara dauðir hlutir, heldur listaverk með sál. Þar með er upptalið það, sem ég get lagt til sögu Rafveitu Reyðarfjarðar, sem er fyrir margra hluta sakir vert að geyma, ef seinni tíma menn hefðu áhuga á að kynna sér, hvemig tilkoma rafmagnsins breytti daglegu lífi fólks, sem áður mátti þola myrkur og kulda. Ef einhver hefði áhuga á að kynna sér eða taka saman fróðleik um Rafveitu Reyðar- fjarðar um tímabilið frá því þessi samantekt endar til þessa dags, ætti það að vera auðvelt og tilhlýðilegt vegna þess, að ég veit ekki betur en að Rafveitan sé nú til sölu, og vonandi verður einhver til að kaupa hana áður en langt um líður. Eftirmáli Eins og verða vill vantar í þessi skrif ýmis- legt, sem vert væri að segja frá og er til í þeirri ruslakistu sem mest hefur verið gramsað í, en það er heilabú þess sem hér pikkar á tölvu, ýmis skjöl frá föður mínum, auk ýmissa annarra gagna sem ekki er ástæða til að telja upp. Á sama hátt má segja að einhverju sé ofaukið, en það metur hver fyrir sig. Meðal þess sem enn leynist í mslakistunni götóttu eru samskipti föður míns við herliðið á Reyðarfirði á stríðs- ámnum og ýmislegt um daglegt líf á rafstöðinni á þessum ámm. Að sjálfsögðu blandast svo inn í það allt saman bemsku- minningar manns, sem í rauninni hefur aldrei hugsað um annað en vélar, en hefur þó neyðst til að hugsa um það sem fylgir því að sjá sér og sínum farborða. 134
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.