Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Qupperneq 144
Múlaþing
Talið frá vinstri: Guðrún Sigfúsdóttir og
Sigmundur Jónsson í Gunnhildargerði,
Sesselja Jónsdóttir systir Sigmundar. Eigandi
mvndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
neðra bekk. Næstu tvo vetur var hann svo
nálægt skóla að hann fékk að heyra á opinbera
kennslu kennaranna sem honum þó að síðustu
var neitað um. Þá kallaði faðir hans hann heim
en útvegaði honum kennslu hjá Jóni stúdent
Sveinssyni, síðast presti á Mælifelli. Eftir
tveggja ára tilsögn hans sendi Jón Sveinsson
hann suður til kennara skólans til yfirheyrslu í
þeirri von að hann yrði af þeim yfirheyrður og
útskrifaður, en það tókst ekki. Þetta var
sumarið 1841. Þessi árin vann hann á sumrurn
í kaupavinnu, stundum í Skaftafellssýslu og
stundum í Þingeyjarsýslu. I þessu sínu
bágindabasli hefir hann sagt að sér hafi sýnst
sem hann hafi verið yfirgefinn af flestum
nema Guði, hafandi - auk annars - fyrir-
litningu þeirra, kominn í skuldir og sviptur
allri aðstoð. Loksins kvaðst hann hafa flúið til
frænda síns, séra Hallgríms Jónssonar á
Hólmum, sem aumkvast hafi yfir sig og tekið
sig í sín hús. Eftir þrjá vetur sem hann var hjá
honum við lærdóm, sendi séra Hallgrímur
hann suður til Steingríms biskups og
skólakennaranna, gaf honum burtfarar
vottorð, svo sem verðugum af sér fundinn til
yfirheyrslu, til þess að geta útskrifast og tók
hann hjá þeim próf 1844. Var þá hans
Testimonium (þ.e. vitnisburður) staðfest og
undirskrifað, með því nær „admissus“
(samþykktur). A leiðinni til Múlasýslu kom
hann að Grenjaðarstað til séra Jóns riddara
Jónssonar (fyrrum konrektors)og mæltist séra
Jón þá til að hann yrði kapellán (aðstoðar-
prestur) hjá sér. Því tilboði vildi hann ekki
hafna og ferðaðist þá aftur suður til vígslu.
Vígðist hann svo af Steingrími biskupi
Jónssyni á Pálmasunnudag 16. Martí (mars)
1845 kappellán til Grenjaðarstaðar. Þar
þjónaði hann um fjögur ár en fékk svo
Presthóla 31. janúar 1849 og flutti þangað
1850. Þar var hann prestur tólf ár. Svo fékk
hann Stærri Arskóg 4. október 1861. Þar var
hann níu ár en síðast fékk hann Kirkjubæ 12.
september 1870. Þar var hann síðan til þess
hann sleppti prestsskap í fardögum 1883 en
hann dó á Bót í Hróarstungu 20. janúar 1888,3
74 ára að aldri...Höfðu þau hjón átt mjög
erfitt uppdráttar, einkum hin síðustu ár sín.
Voru tvö böm þeirra dáin á undan þeim
hjónum. Kona séra Hjálmars var Helga
Jóhanna Friðrika, dóttir séra Jóns í Öxnafelli
(Gmndarþingum) Jónssonar. Hún dó á sama
ári og maður hennar, 1888, en skömmu síðar á
árinu. Þau hjón áttu saman nokkur böm en
ókunnugt er mér (þ.e. Sighvati Borgfirðingi)
um nöfn þeirra. Eitt þeirra var Þorsteinn sem
dó 17. janúar 1867 ógiftur.
Jón prófastur Konráðson og Geir
Vigfússon á Akureyri, kunnugir samtíðarmenn
séra Hjálmars, lýsa honum svo:
3 Geta má þess aö í bókinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi 1. bindi er baðstofa bæjarins á Galtastöðum fram talin reist að
undirlagi séra Hjálmars árið 1882. Ekkert skal þó fullyrt um búsetu hans þar.
142