Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 150

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 150
Múlaþing ein níu eða tíu, ef eg man rétt, og flest meðlagslaust. - Eiríkur hafði gott bú og gagnsamt og var farsæll búmaður, en litlu kostnaði hann til að bæta hús eða engi meðan hann var á Vífilsstöðum, enda sat hann þar á leigujörð. En eftir það er hann fluttist á eignarjörð sína, Dagverðargerði, reisti hann þar snotran bæ og bjó vel um sig. Þá jörð hafði hann keypt fyrir mörgum árum, en vildi ekki bola burtu efnalitlum manni, er þar bjó, og beið því á leigujörð sinni þangað til maður þessi hætti búskap. Slíkt mundu fáir aðrir hafa gert.6 Ótalin er enn umsögn þess gagnmerka fræðimanns Gísla Helgasonar í Skógargerði (1881-1964). í greinaflokki er hann nefndi Fráfyrri tímum og birtist í tímaritinu Gerpi er þennan fróðleik m.a. að fínna um Eirík á Vífílsstöðum: Eiríkur Eiríksson, bóndi á Vífilsstöðum, var einn með bestu bændum á Fljótsdalshéraði á seinni hluta nítjándu aldar. Eiríkur faðir hans var Bjamason, bónda á Ekm, en móðir hans hét Katrín Guðmundsdóttir, bónda á Vífils- stöðum. Eiríkur eldri bjó á Vífilsstöðum, og átti böm nokkur. Meðal þeirra voru þau Guðmundur og Katrín, sem bjuggu lengi með Eiríki bróður sínum á Vífilsstöðum, eftir að faðir þeirra dó. Ekkert þeirra giftist, og öll vom þau bamlaus. Bjami hét bróðir þeirra, sem dó um tvítugsaldur, en Guðmundur og Katrín dóu bæði úr inflúensunni skæðu 1894. Málfríður hét systir þeirra. Hún giftist manni þeim er Sigbjöm hét, en þau áttu ekki böm. Björg hét enn systir þeirra. Hún átti fyrst Þorstein á Nefbjamarstöðum, sem sagt er að grandaði sér í læk einum. Síðan átti hún Sigfús á Straumi, og með honum dætur þrjár, sem allar ólust upp að mestu leyti á Vífilsstöðum. Málfríður var tekin þangað til fósturs á fyrsta ári. Hún átti Sigfús Eiríksson, sem dó 1894. Þeirra sonur (var) Eiríkur bóndi í Dagverðar- gerði. Guðrún hét ein systirin. Hún giftist Sigmundi Jónssyni í Gunnhildargerði, og er margt mannvænlegt fólk frá þeim komið. Guðlaug hét sú þriðja. Hún fluttist búferlum til Ameríku, átti Jón Jónsson frá Torfastöðum í Hlíð. Um afkomendur þeirra er mér ekki kunnugt. Séra Einar Jónsson prófastur getur þess í líkræðu eftir Eirík á Vífilsstöðum að hann hafi alið upp milli 10 og 20 fósturböm, en einhver af þeim hafi þó verið tekin af fóður hans, og verið þar á búi þegar Eiríkur yngri tók við. Auk systranna þriggja, sem áður eru nefndar, má nefna: Eirík Sigbjörnsson, af fyrra hjónabandi Sigbjörns, Eirík Arngrímsson, Eirík Sigfússon í Dagverðargerði, Ólöfu Marteinsdóttur á Galtastöðum, Katrínu, dóttur Bjargar af fyrra hjónabandi, sem seinna kemur við sögu, og Kristbjörgu Jónsdóttur Rafns- sonar, sem var bústýra hans og önnur hönd síðustu árin. Hún giftist Bimi Bjömssyni frá Bóndastöðum, bróður Gróu á Rangá, mesta myndarmanni, en missti hann eftir stutta sambúð 1887, og fór þá aftur heim í Vífilsstaði til aðstoðar Katrínu við bú- stjómina, en eftir fráfall hennar var Kristbjörg ráðskona Eiríks til æviloka. Eiríkur tók við búi á Vífilsstöðum eftir 1860, en hafði þá um skeið unnið fyrir og staðið undir búi fóður síns, því hann var fæddur 1832. Hann var búmaður góður, og allvel efnaður, enda þótt hann hefði oftast þungt heimilishald. Hann var jafnan vel birgur að heyjum, en hjálpaði þó náunganum oft, þegar í harðbakka sló. Hann var að því leyti líkur Halli á Rangá, að hann gat víst engan látið synjandi frá sér fara. Þeir vom jafnan taldir í sama númeri þrír Fram- 6 Guðmundur Jónsson frá Húsey: Nokkrir bændur í Tunguhreppi. Ritsafnið Að vestan - sagnaþœttir og sögur II, Bókaútgáfan NorðriAkureyri 1955, bls. 84. 148
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.