Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Qupperneq 158
Múlaþing
horfa með öruggri von til Hans í Jesú nafni á
dauðastundinni og hafa vandað allt sitt ráð í
lífmu eptir mætti - því skyldu þeir ekki vera
sælir? Fyrirheitið sem þeir eiga í vændum að
uppfyllt verði er þetta: „Komið blessuð börn
míns föður og eignist það ríki, sem yður er
fyrirbúið frá upphafi veraldar." Og hvað er
sæluefni ef ekki það?
Sæll er því hann sem hjer er nú liðinn,
því vissulega er hann einn af þeim, sem í
Drottni eru dánir. Og eigi er hann að eins í
Drottni dáinn, heldur var hans lif guðrækilegt
og gagnlegt líf. Og þegar vjer minnumst þess,
hversu ötullega hann vann, og hversu mikla
reynslu hann hafði gengið í gegnum sem
róleg, kristileg hetja og hversu þreyttur hann
var orðinn af ýmislegu stríði þessa lífs, sjer í
lagi af heilsuleysinu að síðustu.
Ekki var það svo, að hann kvartaði yfir
því stríði sem hann fjekk að ganga í gegnum í
þessu lífi. Hann var fyrir löngu búinn að læra
þá kristilegu íþrótt að beygja sig undir Guðs
góða vilja og fela Honum alla sína hagi, og
bíða svo og bíða rólegur þess er fram kæmi, -
leggja að eins stund á að gjöra skyldu sína
eptir þeim kröptum er hann hafði til og sem
lengi voru svo miklir, og fela svo Guði
árangurinn. En fyrir löngu var hann í hjarta
sínu farinn að þrá hina eilífu hvíld. Gjaman
vildi hann geta fengið líkamsböl sitt ljett og
þess vegna leitaði hann sjer að síðustu
lækningar, sem fyrir hann 71 árs gamlan,
slitinn og þreyttan, var samfara talsvert mikilli
hættu. En hann trúði því, að yrði hún ekki
lækning til þessa lífs, þá yrði hún lækning frá
öllu stríði og þjáningum þessa lífs í heild
sinni, og hann vissi, að tíminn, sem hann átti
eptir í þessu lífi gat ekki orðið langur hvort
sem var, sökum eðlis sjúkdómsins. Eptir að
hann svo hafði ráðfært sig við Guð í himnum,
og við þá sem honum þótti þá vert að ræða um
það við, rjeðst hann í að láta framkvæma hina
tvísýnu lækningu og fól sig í Drottins hendur.
Aðgerðir hins samviskusama læknis
heppnuðust sjálfar vel og allt sýndist ætla að
ganga heppilega. En læknirinn allra meina á
himnum greip fram í á annan hátt. Það var eins
og Hann segði: „Hjer er það jeg einn sem vil
lækna. Hinn líðandi skal ekki líða meira á
þessari jörð. Stundin er komin að veita honum
hina eilífu hvíld og lausn frá öllum meinum og
öllu stríði.“
Það leit nálega svo út, að þegar hinn
mannlegi læknirinn sýndist ætla að fá frelsað
hann frá hinu þunga líkamsmeini til þessa lífs,
þá vildi hinn himneski læknirinn eigi láta það
verða, að hann ætti hjer enn eptir að líða á
einhvem annan hátt. Og svo svæfði Hann
hann rótt og blítt hinum síðasta svefni, til að
hvíla hann til fulls. Og frelsarinn sagði sitt
náðarorð: „Kom þú blessað bam míns föður
og gakk inn í fögnuð herra þíns.“ Og fagnandi
mundi hinn guðhræddi ástvinur taka því boði
og fela sinn anda í föðurins hönd í Jesú nafni
og þiggja eilífðarinnar sælu fyrir jarðarinnar
stríð. Og svo varð lækningaförin að eins til
þess að votta að nýju þann sannleika að
„enginn dauðanum ver“ þó að hinn besta vilja
hafi og hina mestu hæfileika til að ljetta
mannanna mein. En hún varð einnig til þess
ósjálfrátt, að láta fleiri en heimilismenn hans
og nágranna fá að kynnast hans trúarömgga
hugsunarhætti og hans rólega kristilega
framferði. Fyrir yður, heiðraði læknir, sem
urðuð að líða, að Drottinn tæki af yður ráðin,
og yður, heiðmðu hjón, sem tókuð hinn sjúka
til hjúkmnar og reyndust honum öll svo vel,
mun hinn liðni ætíð standa sem trúarörugg
háttprúð hetja, sem með rósemi felur Guði sitt
líf, og óttast jafnvel ekki sjálfan dauðann.
Góður Guð launi yður það gott sem þjer hafið
veitt honum, alla hina góðu hjúkrun og
aðhlynning og ánægju, sem þjer kostuðuð
kapps um að veita honum svo lengi af
heilsufarsins stríði, þá segjum vjer með
heilagri gleði, þó að vjer söknum hans sárt:
156