Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 160

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 160
Múlaþing ánægju og gleði en vjer gátum búist við. Guð veiti þjer nú gleði og hvíld hins eilífa lífsins fyrir öll gæðin og aðstoðina sem þú hefur veitt oss. Það er vissulega komið hvíldarmál fyrir þig. Vjer viljum reyna að fara vora leið í Guðs nafni, þó að þín stoð sje horfin. Guð var allt af þinn styrkur og gleði. Verði Hann oss einnig kraptur og yndi. Og hann svarar með því að leggja sína blessun yfir yður og þakka allt gott frá yðar hálfu og biðja Hinn Algóða að leiða yður, vernda og varðveita og fullkomna í öllu góðu. Hann kveður yður hjartans kveðju, elskaða fósturdóttir hans, sem með svo kristilegri ræktarsemi hafið reynst honum sem ástríkasta og umhyggjusamasta dóttir og á allan hátt viljað ljetta honum lífið, og þakkar yður alla þá nákvæmu umhyggju og alúð er þjer hafið sýnt honum. Góður Guð umbuni yður alla yðar miklu rækt við hann, huggi yður í yðar einlæga falslausa harmi eptir hann, blessi hvert yðar fótmál og styrki yður í öllu góðu verki og frelsi yður að síðustu til síns himneska ríkis, fyrir Jesú Krists blessuðu friðþæging. Hann kveður einnig öll yður önnur fósturbömin sín eldri og yngri og þakkar þá gleði og aðstoð, sem hann hefur af yður haft. Góður Guð leiði yður og farsæli og greiði hvert yðar spor til kristilegrar fullkomnunar og gefi yður náð til þess að geta líkst yðar sæla fósturfoður að kristilegum mannkostum. Hann styrki yður í starfi og stríði lífsins og veiti yður, sem eruð svo ung, að vaxa í náð og þekkingu Drottins vors Jesú Krists og geta með aldrinum orðið guðræknir og gagnlegir menn. Guð blessi einnig yður aðra heimilis- menn hans og leiði yður mildilega gegnum þetta reynslufulla og villugjarna líf, til kristilegs sigurs í starfi þess og stríði. Hinn liðni þakkar alla yðar þjónustu og kveður yður með bæn um Drottins náð og frið. Ó, Guð minn góður, legg þú þína blessun yfir þetta heimili í heild sinni. Þjer hefur þóknast að láta það vera eitt af hinum gagnlegustu og guðrækilegustu heimilum þessarar sveitar. Vjer viljum þakka þjer það í hjartans einlægni og biðja þig að varðveita það og leiða farsællega, meóan þú ætlar því að standa meðal vor. Far þú svo í friði hjeðan, framliðni vinur. Þú hefur til mikillar blessunar lifað meðal vor, mörgum liðsinnt og margan glatt af sönnum kristilegum hvötum. Guðs náð veri þín umbun um alla eilífð í Jesú nafni. Amen. Líkræða „Hinir trúfostu munu ljóma sem himingeislar og þeir sem mörgum hafa vísað á rjettan veg, munu skína sem stjörnur um aldur og æfi.fDan. 12,3)“ Þegar vjer lítum yfir allan hverfulleikann og hvikulleikann í þessum heimi, alla óeinlægnina og ótrúmennskuna, allt hið óáreiðanlega og óheila, allt hið svikula og prettvísa sem veröldin er svo full af, þá er það víst, að þeir menn sem eiga það skilið að heita í sannleika trúfastir menn ljóma sem himingeislar yfir allan hinn fjöldann, sem ekki getur í sannleika nefnst því nafni. [Þessi fyrsti hluti líkrceðunnar er yfirstrikaður og því óvíst hvort hann hefur verið fluttur eður ei.] Hinir trúfóstu eru þeir sem eru Drottins boðun trúir, sem vilja reynast trúir í því að fylgja Guðs vilja í öllu sínu lífi, meta hans vilja mest af öllu og álíta sjálfsagt að hann eigi að ráða í öllu lífi, framferði og viðskiptum mannanna. En þegar vjer athugum hversu ótalmargir þeir eru, sem ekki framfylgja þessu í lífi sínu, heldur meta sinn eigin vilja mest af öllu, fara mest eptir fysnum sínum þá og þá stundina, eða eiginhagsmunum og stundar ástæðum, lítum yfir allan þann mikla fjölda sem eigi hefur fasta sannfæringu fvrir því, að það sje Guðs vilji sem eigi að ráða í voru eigin 158
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.