Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 162

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 162
Múlaþing sannarlega trúfastur, einkum ef hann er að einhverju öðru leyti hæfileikamaður. En þegar vjer lítum yfir öll óheilindin í viðskiptalifmu manna í milli, alla óeinlægni í orðum, fals og milliburð, alla prettvísina í viðskiptum, allan óáreiðanleikann og óorðheldnina, sem svo rnikið er til af, þá verða hinir sannarlega trúföstu, þeir sem alveg er óhætt að reiða sig á, nema fyrir einhver óhöpp, þeir sem engu vilja bregða af því sem þeir lofa, þeir sem jafnvel leggja hart á sig til þess að geta efnt heit sín, þeir sem engan vilja yfirgefa, sem þeir hafa tekið tryggð við, jafnvel þótt að hann yfirgefi þá - þeir verða ætíð tiltölulega fáir eins og stjömur á meðal fjöldans, eins og himins geislar, sem skína um aldur og æfi. Lof sje því góðum Guði fyrir hvern trúfastan mann, sem hann gefur. Sjerhver slíkur maður er til meiri eða minni blessunar meðal meðbræðra sinna. Og sje hann svo settur, að hann eigi yfir öðrum að ráða, þá hefur hann því meiri áhrif í sínum verkahring. Það verða ætíð einhverjir til að finna það svo vel, að þeir fari eptir því, hversu miklu hollara það er fyrir fjelagslíf mannanna í heild sinni, að mennimir sjeu í sannleika trúfastir. Það er að vísu hægra að leiða menn afvega. [Ólœsilegt] sem skildi fremur en aðrir og viðurkenndi í auðmýkt að hann hefði margvíslega syndgað fyrir Guði. En hann reyndi ekki fyrir því að draga úr Drottins kröfum. Boðorð Guðs voru honum heilög. Og það sem á brast að hann uppfyllti þau bað hann fyrirgefningar á í Jesú nafni. Hann var í fyllsta máta grandvar maður, forðaðist allt hið syndsamlega af fremsta megni og gerði sjer far um að fullkomnast í öllu góðu og það allt af því fremur sem hann lifði lengur. Honurn var áhugamál að verða sem kunnugastur Guðs vilja og fá Hann til að lifa i sjer. Honum var vissulega unaður að „vera nálægt Guði“ eins og hinum gamla Drottins vin og láta Hans lögmál vera innst í sínu hjarta. Þess vegna las hann stöðugt Guðs orð að meira eða minna svo miklu framar en nú er títt um almenning. Það er svo margur sem hefur gleymt því og misst virðingu fyrir því af áhrifum vantrúarinnar á ýmsan hátt. En hann var ekki hvikull í lund, heldur einn af hinum staðföstustu og stefnuföstustu mönnum. Guðræknin, sem hann hafði inndrukkið í hjarta sitt í æskunni, sat þar föst, styrktist og fór vaxandi með aldrinum. Þess vegna var honum Guðs heilaga orð svo kært sjálfum og vildi innræta það öðrum. Þess vegna mun hann einnig hafa verið sá maður er einna reglulegast hefur haldið uppi hinni kyrrlátu heimilisguðsþjónustu, húslestrunum, á heimili sínu. Hann vildi, eins og hinum trúfostu er eiginlegt, vísa öðrum á rjettan veg í lífinu sem hann náði til. Ekki var það þannig að hann hefði guðrækni sína og trú til sýnis. Nei, hann var of yfirlætislaus, hógvær og auðmjúkur í hjarta til þess. Hann hjelt ekki upp á hina háværu guðrækni, heldur var hann einn af hinum „kyrrlátu í landinu“ sem Davíð talar um; hann vildi hafa hreina trú í hjartanu, sem svo sýndi sinn krapt í kyrrlátri, starfsamri, guðræknilegri breytni. Og það vildi hann innræta öðrum, ekki með löngum prjedikunum, heldur með sínu eigin dæmi og því, að láta það allt af fmnast þegar tækifæri gafst, að hann bar lotningu fyrir Guði og taldi hverjum sjálfsagt að trúa á Hann og breyta eptir Hans vilja. Og til þess notaði hann húslestranna tækifæri og svo annað, sem ekki hafði minna að segja, áhrif þau sem hann gat í þá átt haft á hina ungu sem umhverfís hann voru. Og ætíð var fleira og færra af bömum á heimili hans, þó að hann ætti engin böm. Og þau böm sem ólust upp á heimili hans bæði sem fósturbörn og vandalaus, þau höfðu vissulega mikla blessun af umgengni við hann. Hann var þeim öllum sem besti faðir og leiddi þau eptir mætti á veg dyggðar og 160
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.