Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Qupperneq 169
„Örlög kringum sveima“
sótt. Beinin voru jarðsett í kirkjugarðinum að
Ási 30. október 1972. Þá voru liðin tæp 93 ár
frá því Guðrún Magnúsdóttir kvaddi
heimilisfólkið í Fjallsseli og lagði á
Fljótsdalsheiði til fundar við unnusta sinn.
En að lokum nokkur orð um Þorstein
Jónsson unnustann. Hann var Þingeyingur,
fæddur í Holtakoti í Kinn 21. júlí 1850. Hann
ólst upp hjá foreldrum sínum á Hriflu í
Ljósavatnsskarði. Þegar hann hafði aldur til
fór hann í vinnumennsku og lá leiðin um
Vopnaljörð að Hnefilsdal vorið 1880 og fór
þaðan að Eyjólfsstöðum á Völlum 1881. Árið
eftir kemur hann að Fjarðarkoti í Mjóafirði,
þar bjó þá ekkjan Ingibjörg Einarsdóttir,
tæplega fertug en átti þó á eftir að sjá tveimur
mönnum. Hjá Ingibjörgu voru þá fimm bama
hennar og Eiríks Isfeld. Þorsteinn og Ingibjörg
giftust 7. júli 1884. Tveimur ámm seinna
fluttu þau til Ameríku og eiga þar stóran
afkomendahóp. Sonur þeirra var Ólafur
Steingrímur einn þekktasti tónlistannaður af
íslenskum ættum í Nýja-íslandi. Eftir hann er
m.a. Gimlivalsinn, sem er í miklum metum hjá
íbúum við Islendingafljót.
Þorsteinn kallaði sig Mjófjörð eftir að
hann kom til Ameríku. Ingibjörg andaðist 17.
apríl 1925 og Þorsteinn 15. júní 1929.
Hér mun ég leitast við að lýsa afdrifum
Guðrúnar Magnúsdóttur og þeirri dulúð,
sem varð við hvarf hennar. Teknir verða
upp kaflar úr fyrri frásögnum frá hvarfi
hennar og ýmsum staðháttum lýst. Er hér
fyrst vitnað í frásögn í Anstfirðingaþáttum
Gísla Helgasonar í Skógargerði (Mál og
mynd, árið 2000), er ber yfirskriftina, Ekki
verður feigum forðað , bls. 147:
1879 var vinnukona í Fjallsseli í Fellahreppi
sem Guðrún Magnúsdóttir hét... Um þetta
leyti bjó i Fjallsseli Jón Jóhannesson hins
stóra og Jón Þorkelsson sonarsonur hans.
Guðrún, elsta bam Jóns Þorkelssonar,var þá 5
ára gömul er saga þessi geróist, en hún er nú
aðalheimildarmaður minn þótt ég heyrði á
yngri árum oft um þennan atburó talað...
Veturinn 1879-1880 var einmuna góður svo
elstu menn nú (1946) muna engan betri. Þá
segja þeir að folgað hafi aðeins tvisvar í
lágsveitum: Um jólaleytið og svo aftur rétt
fyrir eða um páskana. Á aðfangadag ætlaði
Guðrún norður en þá var rytjugarri norðaustan
og gekk á með dimmum éljum en birti nokkuð
á milli. Guðrún vildi ekki láta þetta aftra sér
og sagðist vel geta ratað þótt ryk þetta væri og
hún yrði ekki lengi að skjótast yfir heiðina
enda var hún talin rösk til gangs. Leiðin þama
yfir heiðina að Skeggjastöðum á Dal, sem er
næsti bær við Hnefilsdal, mun vera um fjögra
tíma gangur. Nú var allt gert, sem hægt var, til
þess að fá Guðrúnu að fresta ferðinni fram yfir
jólin og bauð Jón Jóhannesson að láta fylgja
henni norður eftir jólin. Lét Guðrún þá sefast í
svipinn en klifaói þó jafnan á því að fara og
sér væri það alveg óhætt. Svona leið nú fram
yfir hádegið. Þá birti dálítið í lofti milli élja og
Guðrún blossaði upp að nýju og nú dugðu
engar fortölur. Hún týjaði sig í snatri tók
kútholuna og rauk af stað hvað sem hver
sagði. Karlmenn vom þá útivið svo eigi var
hægt að hindra för hennar með valdi en það
segja menn að ekkert annað hefði dugað til að
koma í veg fyrir þetta feigðarflan. Auðvitað
gekk brátt yfir él aftur og var nú sýnu meira og
dimmra en áður og fór nú bráðum að bregða
birtu. Hún hefir ekki haft bjart nema rétt upp
fyrir brúnina.
Uppi á brúnunum mætti Guðrún tveimur
mönnufn sem komu norðan af dal. Þeir sögðu
fullkominn byl á heiðinni og hið mesta óráð
fyrir hana að halda áfram. Hún mundi villast
og verða úti þar sem nú væri tekið að dimma.
Hún kvað það engu gegna og lét þeirra
fortölur ekkert á sig fá. Sáu þeir að þeir mundu
verða að beita valdi til að fá hana með sér ofan
167