Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 170
Múlaþing
m'
Einar Eiríksson bóndi á Eiríksstöðum. Eigandi
myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
aftur. En Gunnsa beið ekki eftir því og hvarf
þeim út í mokkinn. Síðan hefír enginn séð til
ferða Guðrúnar Magnúsdóttur.
Leit var að Guðrúnu gjör sem bar ekki
árangur. Um viku eftir hvarf Guðrúnar skeði
það að morgni dags í Fjallsseli að tík, sem hún
átti og fylgdi henni í fórina, kom inn í eldhús,
lagðist við hlóðimar og ól hvolpa.Var reynt að
lokka hana frá bænum til að vísa á Guðrúnu en
hvemig sem að var farið fékkst hún ekki til
þess. Tíkin hét Sjonta.
Vorið eftir var Guðrún, sem söguna segir
hér, að huga að fé niðri í landi í Fjallsseli,
fmnur þá pilsvasa með glasi í; fór með hann
heim. Þekkti móðir hennar af útsaumi að þetta
var vasi úr pilsi Gunnu sem hún var í þegar
hún lagði til heiðarinnar. Pelinn var tómur.
Athygli vekur að frásögnum ber ekki saman
um það hvaða dag Guðrún lagði upp í sína
hinstu för, sumir nefna Þorláksmessu aðrir
aðfangadag og enn aðrir jóladag. Líklegust
er þó Þorláksmessa.
í blaðinu Eimreiðin apríl-júní 1946 LII.
árg. 2. hefti, er frásögn af þessum atburði
sem ber yfirskriftina Bezt sá ég þig. -
Frásögn Einars Eiríkssonar frá Eiríks-
stöðum:
í árslokin 1879 varð úti á Fljótsdalsheiði á
milli Fjallssels og Skeggjastaða (Flnefilsdals)
á Jökuldal Guðrún Magnúsdóttir. Hún var
ekkja eftir Áma Jónsson og höfðu þau verið á
vist hjá Páli stúdent Vigfússyni í Hrafnsgerði.
Á Þorláksmessu lagði Guðrún á Fljóts-
dalsheiði ffá heimili sínu í Fjallsseli til að
fínna festarmann sinn...
Hugðu menn, að hún hefði komizt af
heiðinni, þar sem menn vissu hana þrekkonu
og einhuga; þó vom menn ekki ugglausir.
Með Guðrúnu var tík sem hún átti,
hvolpafull. Á 3. í jólum kom tíkin heim í
Fjallssel, þótti þá uggvænt um fór Guðrúnar
og var strax næsta dag sendur maður í
Hnefilsdal. Vitnaðist þá, að hún hafði ekki þar
komið og mundi hafa orðið úti á heiðinni.
Mönnum var þegar safnað bæði í Fellum
og Jökuldal til að leita Guðrúnar. Á meðal
leitarmanna var Guðmundur Þorfmnsson á
vist þá hjá Þorvarði lækni Kjerulf á
Ormarsstöðum,... .
Leitin að Guðrúnu varð með öllu
árangurslaus. Meir var leitað á austurhluta
heiðarinnar með því að menn hugðu, að
Guðrún hefði hörfað að síðustu undan
veðrinu. Vandlega var leitað um Sandvatnið,
það var á leið hennar, ef hún hefði leitað
undan veðrinu.
Leitað var á ný vorið eftir, en sú leit varð
jafn árangurslaus. Leið svo ár af ári, að ekki
fannst lík Guðrúnar, eða bein. Héldu menn
helzt, að hún hefði fengið legreit í
Sandvatninu.
Við umtalið, sem varð um fúnd beina
Guðrúnar, sagði Guðmundur (Þorfmnsson)
eftirfarandi draum sinn með tilheyrandi
skýringu:
168