Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 170

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 170
Múlaþing m' Einar Eiríksson bóndi á Eiríksstöðum. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. aftur. En Gunnsa beið ekki eftir því og hvarf þeim út í mokkinn. Síðan hefír enginn séð til ferða Guðrúnar Magnúsdóttur. Leit var að Guðrúnu gjör sem bar ekki árangur. Um viku eftir hvarf Guðrúnar skeði það að morgni dags í Fjallsseli að tík, sem hún átti og fylgdi henni í fórina, kom inn í eldhús, lagðist við hlóðimar og ól hvolpa.Var reynt að lokka hana frá bænum til að vísa á Guðrúnu en hvemig sem að var farið fékkst hún ekki til þess. Tíkin hét Sjonta. Vorið eftir var Guðrún, sem söguna segir hér, að huga að fé niðri í landi í Fjallsseli, fmnur þá pilsvasa með glasi í; fór með hann heim. Þekkti móðir hennar af útsaumi að þetta var vasi úr pilsi Gunnu sem hún var í þegar hún lagði til heiðarinnar. Pelinn var tómur. Athygli vekur að frásögnum ber ekki saman um það hvaða dag Guðrún lagði upp í sína hinstu för, sumir nefna Þorláksmessu aðrir aðfangadag og enn aðrir jóladag. Líklegust er þó Þorláksmessa. í blaðinu Eimreiðin apríl-júní 1946 LII. árg. 2. hefti, er frásögn af þessum atburði sem ber yfirskriftina Bezt sá ég þig. - Frásögn Einars Eiríkssonar frá Eiríks- stöðum: í árslokin 1879 varð úti á Fljótsdalsheiði á milli Fjallssels og Skeggjastaða (Flnefilsdals) á Jökuldal Guðrún Magnúsdóttir. Hún var ekkja eftir Áma Jónsson og höfðu þau verið á vist hjá Páli stúdent Vigfússyni í Hrafnsgerði. Á Þorláksmessu lagði Guðrún á Fljóts- dalsheiði ffá heimili sínu í Fjallsseli til að fínna festarmann sinn... Hugðu menn, að hún hefði komizt af heiðinni, þar sem menn vissu hana þrekkonu og einhuga; þó vom menn ekki ugglausir. Með Guðrúnu var tík sem hún átti, hvolpafull. Á 3. í jólum kom tíkin heim í Fjallssel, þótti þá uggvænt um fór Guðrúnar og var strax næsta dag sendur maður í Hnefilsdal. Vitnaðist þá, að hún hafði ekki þar komið og mundi hafa orðið úti á heiðinni. Mönnum var þegar safnað bæði í Fellum og Jökuldal til að leita Guðrúnar. Á meðal leitarmanna var Guðmundur Þorfmnsson á vist þá hjá Þorvarði lækni Kjerulf á Ormarsstöðum,... . Leitin að Guðrúnu varð með öllu árangurslaus. Meir var leitað á austurhluta heiðarinnar með því að menn hugðu, að Guðrún hefði hörfað að síðustu undan veðrinu. Vandlega var leitað um Sandvatnið, það var á leið hennar, ef hún hefði leitað undan veðrinu. Leitað var á ný vorið eftir, en sú leit varð jafn árangurslaus. Leið svo ár af ári, að ekki fannst lík Guðrúnar, eða bein. Héldu menn helzt, að hún hefði fengið legreit í Sandvatninu. Við umtalið, sem varð um fúnd beina Guðrúnar, sagði Guðmundur (Þorfmnsson) eftirfarandi draum sinn með tilheyrandi skýringu: 168
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.