Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Qupperneq 177
„Örlög kringum sveima“
hlutar hennar báðumegin frá hafa sérnöfn
til miðrar heiðar, kennd við þœrjarðir, sem
heiðarhlutarnir tilheyra. Að austan frá er
þannig Hrafnsgerðis-, Skeggjastaða-
Ormarsstaða-, Fjallsels- og Bótar-heiði. En
vestan frá til miðrar heiðar eru:
Fossgerðis-, Klaustursels-, Merkis-,
Hnefildals-, Skeggjastaða-, Teigarsels- og
Gilja-heiði.
Ofan heiðabrúna er Fljótsdalsheiði
afréttarland. Heiðarhlutar þeir, sem til-
heyra jörðum í Fellum eru smalaðir sam-
eiginlega i haustgöngum. Afþví hefur orðið
til nafnið Fellnaheiði. Nafnið tekur að
sjálfsögðu ekki til heiðarlanda Jökuldals-
jarða, sem á móti eru.
Sé farið yfir heiðina milli bæja í
Fellum og Jökuldal er aldrei talað um að
fara yfir Fellnaheiði, enda væri það algjört
rangnefni. Allar leiðir milli bæja austan og
vestan heiðar liggja yfir Fljótsdalsheiði.
Halldór Stefánsson
(Sent H. e. b. með bréfi 14. júlí til
birtingar) “
Ýmislegt bendir til að Fljótsdalsheiði
hafí borið það nafn allt út á Heiðarenda, frá
því að sögur hófust.
í Þorsteins sögu hvíta, sem sögð er
„gerast á fyrra hluta 10. aldarfi og
„sennilega rituð nálægt miðri 13. öld“,
segir svo á bls 8, ,J>orsteinn reið útan eftir
Öxarfirði ok í Bolungarhöfn ok upp á
Möðrudalsheiði ok ofan til Vápnafjarðar ok
svá austr yfir Smjörvatnsheiði ok svá yfir
Jökulsá at brú ok svá yfir Fljótsdalsheiði ok
austr yfir Lagarfljót ok upp með fljótinu,
unz hann kom í Atlavík snemma morgins“.
í Droplaugarsona sögu, sem sögð er
„gerast á tímabilinu frá því um 990 til 1006
eða litlu síðar“, og „rituð um 1220 og er
varðveitt í Möðruvallabók“. Þar segir svo á
bls 130. „Um várit eftir fóru þeir Þorkell
Geitisson ok Grímr ok Helgi til Fljótsdals
til Krakalœkjarvárþings“. Þeir voru þá að
koma frá Krossavík í Vopnafirði. Kraka-
lækur er í landi Heykollsstaða á milli
bæjanna Straums og Vífilsstaða, en þing
voru háð á Þinghöfða, sem er rétt utan við
Krakalækinn og mótar þar enn fyrir
mörgum tóttum.
Síðan hefur nafnið Fljótsdalur breyst í
Fljótsdalshérað og einstök svæði hlotið
sémöfn eins og Hlíð, Hróarstunga og t.d
Vallahreppur, en hann, ...„náði frá Gilsá að
Gripdeild, austan Selvogsness við sunnan-
verðan Héraðsflóa“... „Má ætla að Vallna-
hreppi hafii verið skipt íþrennt, Vallnahrepp
og Eiða og Hjaltastaðaþinghá, um eða
laust eftir aldamótin 1700“... (Saga sveitar-
stjórnar á íslandi fyrra bindi bls. 113, eftir Lýð
BjörnssonJ
Mjög líklegt er að Hérað, Fljótsdals-
hérað sem nú er svo nefnt, hafí borið heitið
Fljótsdalur, allt frá fyrstu tíð og fram eftir
öldum, nema Skriðdalur og Jökuldalur.
Leiðréttingar:
í Múlaþingi 33, á bls. 113 er ekki rétt mynd. Myndin sem sögð er vera af Pétri Péturssyni bónda
á Hákonarstöðum er af Kristjáni Kröyer bónda á Hvanná.
í Múlaþingi 34, á bls.150 er mynd sem sögð er vera af Guðmundi Kr. Höskuldssyni, hið rétta er
að hún er af Imi Guðmundssyni sem er á myndinni meö systur sinni og afa.
Ritstj.
175