Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 27

Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 27
27 þýsku og eru samræður okkar því stundum skrautlegar, en ganga þó yfirleitt vandræðalaust fyrir sig. Óæskilegur sveppur sækir á vínviðinn einkum þegar mikið rignir og þarf því að úða vínviðinn með náttúrulegum, vistvænum varnarefnum allt að tíu sinnum frá vori og fram á haust til að halda sveppnum í skefjum. Án úðunar væri vínrækt vonlítil. Auk úðunar þarf vínviðurinn góða umhirðu, halda þarf niðri illgresi og óæskilegum gróðri milli vínviðarraðanna og fjarlægja þarf renglur og sprota af neðri hluta stofnanna til að örva vöxt þrúgu- greinanna og auka þar með sykurmagn vínberjanna og heilbrigði. Þá er einnig æskilegt þegar kemur fram í september að fjarlægja hluta laufblaðanna til að auka aðgengi sólarljóssins að þrúgunum á síðasta hluta vaxtartímans. Við uppskeruna vinna svo 5–6 manns, samhliða víngerðinni. Til aðstoðar við vínræktina og víngerðina er nágranni okkar Mikki eins og áður greindi, en hann hefur langa reynslu í vínrækt og er hann nú vínmeistari okkar, en fram til uppskeruloka 2005 aðstoðaði dr. Béres við störfin, stýrði þeim og kenndi núverandi eigendum vínekrunnar réttu handtökin. Vinnuferlið í vínræktinni byrjar í lok mars eða byrjun apríl, en þá er vínviðurinn klipptur og snyrtur og í byrjun eða um miðjan apríl er hann einnig úðaður í fyrsta sinn til að verja hann gegn ágangi sveppa og myglu. Ef vorið er kalt getur klipping vínvið- arins dregist fram í apríl. Í maí er úðað þrisvar sinnum ef mikið rignir annars tvisvar og hreinsa verður illgresi frá vínviðnum til að bæta vaxtarmöguleika hans og auka heilbrigði plantnanna. Á aðalvaxtartímanum þarf að binda vínviðinn upp, enda lengj- ast greinar hans sem bera vínþrúgurnar hálfan til einn metra á fáum dögum og sveigjast alveg niður að jörð ef ekkert er að gert. Þetta er talsverð vinna en algjör nauðsyn ef vel á að fara. Í júní er úðað að minnsta kosti tvisvar og þrisvar í þrálátri rigningatíð. Í júlí er úðað tvisvar til þrisvar og tvisvar í ágúst. September og október eru uppskerumánuðir. Hvítvínsþrúg- urnar eru venjulega þroskaðar um miðjan september og rauð- vínsþrúgurnar í fyrstu viku október. Afbrigðilegt tíðarfar getur þó flýtt eða seinkað uppskerutíma um eina til tvær vikur. Til dæmis þroskuðust þrúgurnar óvenju snemma vegna mikilla hita sum- arið 2007 og voru uppskerustörfin því 2–3 vikum fyrr á ferðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.