Strandapósturinn - 02.01.2008, Qupperneq 47
47
„íbúð“, sem ætluð var fyrir tvo! Guðmundur fékk einhverjar
greiðslur frá bænum, en var annars ætlað að lifa af greiðasölu til
atvinnulausra verkamanna.
Menn mættu í Skýlið eldsnemma á morgnana og hímdu fram-
eftir degi og fengu ekkert að gera. Verkstjórarnir komu og pot-
uðu svona, svona, ... og völdu þá, sem þeir vildu. Hallgrímur var
alþekktur, og ég held, að þeir hafi ekki verið að taka hann í vinnu.
Nokkrir kommúnistar við Höfnina stofnuðu „holl,“ sem kallað
var „djöflahollið,“ unnu alveg eins og berserkir, og þeir voru tekn-
ir út á það. Gísli Halldórsson, leikari, sagði mér þetta. Þeir voru
mjög róttækir þessir, sem voru í „djöflahollinu.“ Ekki var hægt að
sanna á þá vinnusvik eins og reynt var með hina ... þessir unnu á
við tvo. Haukur Björnsson sagði mér frá Fritz Kjartanssyni, Fritz
var í Berlín og Danzig, stórkostlegur maður eins og Haukur lýsti
honum.2) Móðir Hauks var þýzk, gyðingur, og ég borðaði stund-
um hjá henni á matsölunni í Hafnarstræti 4.“[10]
Varnarlið verkalýðsins
Barizt var í bæjarþingssalnum í Góðtemplarahúsinu 7. júlí
1932. Krafan var um atvinnubótarvinnu hjá bænum. Verklýðsblaðið
lýsti átökunum[1]: „Þegar lögreglan hóf hina blóðugu árás á verka-
menn við Góðtemplarahúsið, án nokkurrar viðvörðunar, og
barði, sumir með kylfu í báðum höndum, hvern sem fyrir var,
fengu 4 verkamenn svo mikinn áverka á höfuðið, að þeir hnigu
niður og fara varð með þá til læknis. Sprakk höfuðleðrið á tveim-
ur þeirra, og fengu þeir mikið sár, sem sauma varð fyrir. Einn
fékk fyrst högg á hnakkann, síðan annað á gagnaugað. Afleiðing-
ar þess hafa verið þær, að málfæri hans lamaðist og getur hann
ekki komið upp nema eins atkvæðis orðum, svo skiljanleg séu. Er
það álit læknis, að blætt hafi inn á heilann, og getur þetta haft
hinar alvarlegustu afleiðingar. Árás lögreglunnar á Hverfisgötu
var jafn greinileg. Tveir verkamenn fengu blóðug höfuðsár. Einn
verkamaður var sleginn miklu höggi beint á annað augað. Það
liggur í augum uppi, að hér munaði ekki nema hársbreidd, að
manndráp ættu sér stað, þegar villimennska lögreglunnar er svo
2) Sagt er frá Fritz Kjartanssyni í greininni í Súlum (2006, 32. árg., 45. hefti, bls. 100–
150)