Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 47

Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 47
47 „íbúð“, sem ætluð var fyrir tvo! Guðmundur fékk einhverjar greiðslur frá bænum, en var annars ætlað að lifa af greiðasölu til atvinnulausra verkamanna. Menn mættu í Skýlið eldsnemma á morgnana og hímdu fram- eftir degi og fengu ekkert að gera. Verkstjórarnir komu og pot- uðu svona, svona, ... og völdu þá, sem þeir vildu. Hallgrímur var alþekktur, og ég held, að þeir hafi ekki verið að taka hann í vinnu. Nokkrir kommúnistar við Höfnina stofnuðu „holl,“ sem kallað var „djöflahollið,“ unnu alveg eins og berserkir, og þeir voru tekn- ir út á það. Gísli Halldórsson, leikari, sagði mér þetta. Þeir voru mjög róttækir þessir, sem voru í „djöflahollinu.“ Ekki var hægt að sanna á þá vinnusvik eins og reynt var með hina ... þessir unnu á við tvo. Haukur Björnsson sagði mér frá Fritz Kjartanssyni, Fritz var í Berlín og Danzig, stórkostlegur maður eins og Haukur lýsti honum.2) Móðir Hauks var þýzk, gyðingur, og ég borðaði stund- um hjá henni á matsölunni í Hafnarstræti 4.“[10] Varnarlið verkalýðsins Barizt var í bæjarþingssalnum í Góðtemplarahúsinu 7. júlí 1932. Krafan var um atvinnubótarvinnu hjá bænum. Verklýðsblaðið lýsti átökunum[1]: „Þegar lögreglan hóf hina blóðugu árás á verka- menn við Góðtemplarahúsið, án nokkurrar viðvörðunar, og barði, sumir með kylfu í báðum höndum, hvern sem fyrir var, fengu 4 verkamenn svo mikinn áverka á höfuðið, að þeir hnigu niður og fara varð með þá til læknis. Sprakk höfuðleðrið á tveim- ur þeirra, og fengu þeir mikið sár, sem sauma varð fyrir. Einn fékk fyrst högg á hnakkann, síðan annað á gagnaugað. Afleiðing- ar þess hafa verið þær, að málfæri hans lamaðist og getur hann ekki komið upp nema eins atkvæðis orðum, svo skiljanleg séu. Er það álit læknis, að blætt hafi inn á heilann, og getur þetta haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Árás lögreglunnar á Hverfisgötu var jafn greinileg. Tveir verkamenn fengu blóðug höfuðsár. Einn verkamaður var sleginn miklu höggi beint á annað augað. Það liggur í augum uppi, að hér munaði ekki nema hársbreidd, að manndráp ættu sér stað, þegar villimennska lögreglunnar er svo 2) Sagt er frá Fritz Kjartanssyni í greininni í Súlum (2006, 32. árg., 45. hefti, bls. 100– 150)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.