Strandapósturinn - 02.01.2008, Qupperneq 55
55
aði, að Pálmi hefði verið róttækur á fyrri árum, „en sannfæringin
var föl, …“ – og verðið var „nokkur hundruð kr. á mánuði.“[1] Svo
kemur það fram hérna í sögu Menntaskólans, að Sigurður Thor-
oddsen, yfirkennari, hann kenndi stærðfræði í gagnfræðadeild-
inni, hann sagði, að ekki væri hægt að hafa slíkan nemanda í skól-
anum.[2] Pálmi ætlaði ekkert að gera, ætlaði að „settla“ þetta.
Hann bauð mér að gefa yfirlýsingu í Morgunblaðið, um að þetta
hefði verið þvaður og vitleysa í mér. En ég vildi það ekki, sagði, að
ég mætti það ekki, ég mætti ekki koma fram opinberlega með
skrif um pólitík. Við, nemendur skólans, mættum skrifa innan
skólans um pólitík, en utan veggja skólans alls ekki. Þarna vitnaði
ég í skólareglugerð Jónasar, ráðherra. Pálmi bauð mér sem sagt
að biðjast opinberlega afsökunar í Morgunblaðinu, og þá myndi
þetta falla niður, eða ég mætti taka stúdentsprófið. En aldrei
komst þetta svo langt, að ég vissi, hvort það yrði utanskóla eða
innan.
Ég man ekki betur en að brottreksturinn hafi verið tilkynntur
þannig, að Pálmi kallaði mig út úr tíma, út úr kennslustund, inn
á skrifstofu til sín og sagði mér, að kennarafundur hefði sam-
þykkt, að ég færi úr skólanum. Ég fékk að fara inn aftur og sækja
bækurnar mínar og fór svo beint heim.
Nemendur urðu skrýtnir, þetta hafði ekki gerzt áður. Seinna lá
við, að skólafélagar mínir, Hermann Einarsson, fiskifræðingur,
Lárus Pálsson, leikari og Ingi H. Bjarnason, verkfræðingur, yrðu
reknir vegna fundar þarna rétt á eftir út af mér. Ég veit ekki,
hverjir stoppuðu það, ég var farinn úr skólanum. Ég sótti um að
fá að taka prófið utanskóla, en fékk ekkert svar frá ráðuneytinu,
kennslumálaráðuneytinu.“
Þetta var í marz 1934. En áður eða í desember 1930 hafði kom-
ið út í MR blaðið Neisti, sem Áki Jakobsson, síðar ráðherra, og
Sigurður Guðmundsson, seinna ritstjóri Þjóðviljans, skrifuðu. Þar
stendur: „Í fyrra var settur nýr rektor við skólann hjerna, sem þá
kallaði sig sósialista. Hann lofaði fyrst að bæta skólann mjög í
frjálslynda átt. Margir þeirra nemenda, sem þráðu hressilega
hreingerningu í þessu íhaldsbæli, gerðu sjer miklar vonir um
þenna nýja rektor, og þannig vaknaði dálítil hreyfing. Þegar nem-
endur komu í skólann í haust og vildu fá þær endurbætur, sem
þeim hafði verið lofað, bregður svo kynlega við, að sá, sem kröft-