Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 76
76
jörðina, sem þau höfðu búið
á og flytja til Reykjavíkur, svo
að hann gæti betur stutt son
sinn til mennta. En nú varð
pilturinn fyrir því á gagn-
fræðaprófi við Menntaskól-
ann í Reykjavík þá um vorið
að fá svo stóra mínus ein-
kunn í stærðfræði, að hann
náði ekki upp í lærdóms-
deild skólans, þótt einkunn-
ir hans væru að öðru leyti
góðar á prófinu. Ráðherrann
kenndi um ranglátu ein-
kunnakerfi, Ørsted-kerfi, og
sagði: „Niðurstaðan verður
því sú, að þessum unga
manni er kastað út úr skól-
anum, þrátt fyrir miklar
námsgáfur, mikla reglusemi, mikla ástundun og mikla löngun
hans og föður hans til að geta haldið því námi áfram, sem hann
og vandamenn hans höfðu stefnt að fyrir hans hönd með svo mik-
illi fórnfýsi. Ég ætla að segja það til lofs einum af yngri málakenn-
urunum við Menntaskólann, að hann kom því til leiðar, að pilti
þessum var bjargað út úr hinni heimskulegu og ranglátu prófvél
Menntaskólans. En munur er á kynslóðunum, að þar sem þeir af
kennurum skólans, sem Mbl. taldi sjálfsagða til skólaforustunnar,
munu lítt hafa fundið til af örlögum þessa fátæka pilts, þá var
ýmsum af hinum yngri kennurum raun að því, vegna skólans, að
Sigurbjörn var felldur. Niðurstaðan varð sú, að með aðstoð eins af
kennurum skólans, tókst að hafa upp á piltinum. Höfðu þeir
feðgar þá hrökklast burt úr bænum, austur í sveitir, sennilega gef-
ið upp með öllu það áframhald á námi, sem verið hafði áhugamál
þeirra í mörg ár. Piltinum var gefin von um, að hann myndi fá að
taka upp aftur prófið í stærðfræði. Það varð. Hann hlaut betri
stærðfræðieinkunn en síðastl. vor: komst inn í skólann og er þar
nú í heimavist. Lífið brosir nú aftur við honum. Af tilviljun var
lífsþráður hans ekki skorinn sundur í hinni sálarlausu prófvél