Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 85

Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 85
85 kú og nokkrar kindur, stóðu betur að vígi en þeir sem ekki áttu þess kost og lifðu í svokallaðri þurrabúð. Að búa í þurrabúð var það kallað þegar fjölskyldur höfðu ekki tök á því að eignast bú vegna jarðnæðisskorts og gátu því ekki séð fjölskyldu sinni fyrir þeirri lífsbjörg sem mjólkin var ungum og öldnum. Eftir að fólk fór að setjast að á Gjögri og stunda sjóróðra sér og fjölskyldum sínum til framfærslu þá átti það ekki kost á að eignast kú og lifði við mjólkurskort. Mjólk var ekki söluvara og fáir voru aflögufærir. Það var því al- gengt þegar líða tók á vetur að mjólkurleysi fór að segja til sín í lífi þess fólks sem bjó við þessar aðstæður. Fór þá að kenna slappleika hjá fólki. Konur og börn og jafnvel fullorðnir karlmenn fóru að kenna sjúkdóms sem nefndur var skyrbjúgur eða hneppa og munnmein eins og það var kallað. Sjúkdómur þessi lýsti sér sem bjúgur á fótum, tannhold og munnur bólgnuðu og tennur losn- uðu. Og ef ég man rétt þá varð andlitslitur þessa fólks bláleitur, einkum varir, nef og út á kinnar. Eins og ástatt var þá var ekki auðvelt að ráða bót á þessu. Bæti- efni voru þá óþekkt fyrirbæri. Fangaráð þessa fólks var þá að reyna að verða sér úti um einhvern mjólkurdreitil hjá þeim sem höfðu kýr. Það var ekki auðvelt því flestir voru ekki aflögufærir. Svo ég haldi mig við Gjögur í þessu sambandi þá veit ég að margur mjólk- ursopinn rann til þessa fólks frá Ávíkurbæjum og Reykjanesi. Þangað var styst að fara og hjartað á réttum stað. Það voru því ótaldar mjólkurflöskurnar sem sóttar voru og sendar frá þessum heimilum. Mörg þakkarbænin hefur eflaust stigið frá brjóstum viðtakenda við móttöku þessarar lífslindar. En þetta hrökk oft skammt til að ráða bót á þessum sjúkdómi. Það var því nær árleg- ur viðburður að vanfærum konum frá Gjögri var komið fyrir á heimilum nágranna og sveitunga þar sem einhver mjólk var til, þeim til hressingar og lækninga. Hitt heimilisfólkið varð að bjarg- ast við sitt eftir því sem hægt var. Við þessar vistir hresstust kon- urnar að miklum mun og jafnvel læknuðust af þessum hörg- ulsjúkdómi á tiltölulega skömmum tíma. Það mun hafa verið á útmánuðum áranna 1915 eða 1916 að verulega svarf að íbúum Gjögurs svo að til stórra vandræða horfði. Hafís var þá landfastur í fleiri vikur svo enga lífsbjörg eða nýmeti var að hafa úr sjó og var ísinn landfastur fram yfir sumarmál. Því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.