Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 87

Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 87
87 því hann reri á sínum eigin árabát og fiskaði oft vel. Ekki veit ég hvað hefur komið til að faðir minn fór þessa róðra. Sennilega mun Magnús hafa vantað háseta eða að föður minn hefur vantað háseta á sinn bát. Ingólfur var hafður við legufæri á Norðurfirði og var farið á milli lands og báts á pramma og var hann festur við legufæri Ingólfs þegar farið var í róður. Ingólfur kemur nú úr róðri en í stað þess að fara í land á prammanum upp að bryggj- unni á Norðurfirði var prammanum róið upp í Sandinn í Norð- urfirði niður af bænum á lendingarstað báts föður míns. Á prammanum var faðir minn ásamt hluta áhafnar. Upp úr pramm- anum komu tvær vænar sprökur og sú þriðja minni. Voru þær dregnar á land undan sjó. Sú regla var á handfæraveiðum að háseti átti sjálfur það tros sem hann dró á handfæri sitt. Þar á meðal voru lok og sprökur. Faðir minn hafði verið svo heppinn að setja í þessar sprökur og dregið þær. En Magnús Hannibalsson mat það svo að ekki væri vissa fyrir því að Guðmundur Pétursson myndi samþykkja að sprökurnar væru séreign dráttarmanns heldur kæmu til skipta milli þeirra og útgerðar. Magnús leit svo á að faðir minn væri best að þeim kominn. Og til að taka enga áhættu lét hann flytja föður minn og sprökurnar upp í Sandinn án vitundar útgerðarmanns. Sat faðir minn því einn að þessum góða feng. En þó faðir minn sæti þannig séð einn að þessum happafeng, þá varð sú ekki raunin. Þetta var svo stórfenglegt búsílag og fágæti á þeirri tíð og mörgum myndi vera vel þeginn biti af þessu góð- gæti. Var því nágrönnunum sendur góður biti af flökum og rafa- belti og nutu þeir góðs málsverðar af því. Vorum við krakkarnir sendir með soðningu á nærliggjandi bæi. Man ég það vel að ég var sendur fram í Árnes ríðandi á gömlu Rauðku með vænan tví- skiptan poka fyrir aftan mig til prestshjónanna, séra Sveins og frú Ingibjargar. Þau komu þetta vor að Árnesi með stóran hóp barna auk annars fólks og voru frumbýlingar í Árnesi og bláfátæk. Var mér vel tekið og það var í fyrsta sinn sem ég kom í eldhúsið á gamla prestssetrinu og líklega hef ég þá drukkið hið sérstæða kaffi frú Ingibjargar sem ég átti oft eftir að drekka eins og allir aðrir sem þar bar að garði. Ég minnist þess með hve miklum fögn- uði, þakkarkennd og orðum, frú Ingibjörg móttók þessa send- ingu. Og mörg þakkarorð og blessunaróskir átti ég að færa heim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.