Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 104

Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 104
104 saman ágrip af sögu félagsins sem ætluð var til flutnings á afmæli- shátíð í Heydalsárskólanum 13. desember árið 1945. En þrátt fyrir þessa viðleitni mína til að varpa ljóma á störf Lestrarfélagsins og þeirra manna sem að því stóðu fannst mér enn vanta eitthvað til að þakkarskuld mín væri fullgoldin. Ákvað ég þá að bæta úr því með góðri bókargjöf eins og áður er fram komið. Í þeim tilgangi fór ég í kaupstað og svipaðist um eftir hent- ugri gjöf í Bókabúð Hólmavíkur. En það var hvort tveggja, að fjár- ráð mín voru takmörkuð og ekki var um auðugan garð að gresja hvað bókaval snerti. Eftir nokkra skoðun beindist athygli mín að einni meðalstórri bók. Það var Jólavaka, safnrit eftir marga höf- unda sem skrifað höfðu og ort um jólin. Sá sem valið hafði efnið í bókina var enginn annar en Jóhannes skáld úr Kötlum. Þetta hlaut að vera kjörgripur. Jóhannes var smekkvís maður sem trú- andi var til að velja allt það fegursta sem skáldin okkar höfðu sam- ið um jólin í áranna rás. - Og nú var skammt að bíða hátíðar ljós- anna, þannig að ég keypti bókina án þess að athuga hana frekar og heim kominn að Heydalsá áritaði ég hana og gat þess af hvaða tilefni hún var gefin. Ég vildi koma gjöfinni á framfæri við stjórn Lestrarfélagsins fyrir afmælisdaginn 13. desember og gafst mér því ekki tími til að lesa hana alla yfir að því sinni. Afmælishátíðin fór fram eins og til stóð í Heydalsárskólanum fyrir fullu húsi með mörgum skemmtiatriðum sem heppnuðust ágætlega, má næstum segja að hún kæmi eins og bjartur sól- argeisli í skammdegi vetrarins. Ýmsir þökkuðu mér fyrir sögu- flutninginn sem þótti merkilegur og einkum kom mönnum á óvart hve starfsemi Lestrarfélagsins var margþætt og yfirgripsmik- il. Fólkið skemmti sér vel og ég gekk sæll og glaður til hvíldar að samkomunni lokinni. Að nokkrum dögum liðnum fékk ég Jólavöku lánaða hjá Lestr- arfélagi Tungusveitar og hugðist njóta hennar um hátíðarnar. En þegar ég hafði blaðað lítið eitt í bókinni brá mér eins og ég hefði verið sleginn í andlitið með blautri tusku og á samri stundu fannst mér þessi bókargjöf mín vera einskis virði og ónýt. Hvað var það sem olli þessum harkalegu sinnaskiptum? Það var hrikalegur óþverri í kvæði eftir Stein Steinarr. Hann hafði byrjað á jólasálmi og byggt upp þokkalega jólastemmingu, en í lokin saurgaði skáld- ið kveðskapinn með þessum svívirðilegu niðurlagsorðum:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.