Saga - 2016, Page 9
hrefna róbertsdóttir
Íslands skaði og viðrétting
Hjáhliðrunarsemi og fordjörfun vors föðurlands
Síðla vetrar árið 1771 skrifuðu tveir bændur úr Húnavatnssýslu bréf
til hinnar svokölluðu Landsnefndar fyrri sem ferðaðist um Ísland á
vegum Danakonungs, á árunum 1770–1771, til að safna bréfum,
skýrslum og sjónarmiðum landsmanna til ástands landsins. Þetta
voru hreppstjórarnir Ólafur Jónsson og Bjarni Guðbrandsson á
Torfustöðum í Miðfirði.1 Þeir voru meðal hundraða Íslendinga sem
skrifuðu kóngi sínum bréf af þessu tilefni. Bréf tvímenninganna er
sérstakt að því leyti að þeir setja formlega upp 22 atriði sem afvega
hafa farið í íslensku samfélagi að þeirra mati, skilgreina vandann og
benda á lausnir á honum. Upphaf bréfs þeirra er tilvísun í Jesajas
24.4: „Landið stendur hörmulega og spillist“. en áður en kom að
umræðu um vandamálin sjálf ávörpuðu þeir nefndarmenn konungs
með þessum orðum:
Það er vitanlegt að í þeirri allra náðugustu forordningu, sem hingað í
landið innsend var næstliðið sumar, er landsmönnum hér útþrykkilega
befalað að styrkja hhr. Commissarios með hollum ráðum, svo þetta
fátæka land megi aftur nokkuð viðréttast. Þá viljum við í skyldugri
undirgefni sýna okkar veikan vilja í þessu, þar okkur sem aðra landsins
innbyggjara mætti sárt taka fordjörfun vors föðurlands, einkum hvað
áhrærir Húnavatnssýslu, sem eftir vorri meiningu er aumlegast á sig
komin allra héraða í landinu. en ekki er væntanlegt að uppreist þessa
lands verði svo lengi sem almúginn liggur fallinn. Því viljum vér ein-
Saga LIII:1 (2015), bls. 7–11.
F O R S Í Ð U M y N D I N
1 Landsnefndin fyrri 1770–1771. I. Bréf frá almenningi. Ritstj. Hrefna Róbertsdóttir
og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir (Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands, Ríkisskjala -
safn Danmerkur og Sögufélag 2016), bls. 361–371. (Ólafur Jónsson og Bjarni
Guðbrandsson, hreppstjórar í Miðfirði, rita greinargerð sem þeir nefna „Íslands
skaði og viðrétting“ [án dags. 1771]. Lit. AA. No 2.) Bréfið er einnig til í danskri
útgáfu, sjá bls. 371–381.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 7