Saga - 2016, Blaðsíða 12
fésektar við frillulífs- og hórdómsbrotum. Fátækir menn fari oft á
vergang vegna þeirra, þar sem þeir hafi enga möguleika á að greiða
sektargjöldin. einnig leggja þeir til að menn fái byssur endurgjalds-
laust til að geta stundað veiðar á fugli og sel, en margir geti ekki
útvegað sér þær vegna fátæktar.
Stjórnkerfið og embættismenn þess koma einnig nokkuð við
sögu í viðreisnarskýrslu tvímenninganna. Hreppstjórar þyki margir
„nokkuð hjáhliðrunarsamir “ í sínum störfum og telja þeir að til bóta
yrði að þeir fengju einhver laun eins og aðrir embættismenn. einnig
er áhugavert að sjá kvartanir yfir að tilskipanir og bréf frá konungi
séu ekki kynntar almúganum. Brýnt sé að þær séu jafnan lesnar
upp, til að fólk viti „eftir hvörju þeir skuli lifa“. en það sé þó ágalli
að þær komi jafnan á dönsku sem fólk skilji ekki. Það var því ósk
þeirra að tilskipanir sem settar væru í kaupmannahöfn fyrir lands-
menn væru birtar á íslensku og lesnar í heyranda hljóði. Greinar -
gerðinni lýkur með ákalli um bætt almennt réttarfar þar sem réttir
dómar væru upp kveðnir.
Þessi greinargerð er gott dæmi um skrif bænda til Landsnefndar -
innar fyrri og varpar ljósi á það sem mest brann á almenningi:
afkomu fólks, álögur, verslunarmál og afstöðu til yfirvalda. Í skjala-
safni Landsnefndarinnar eru líka bréf frá prestum, sýslumönnum og
öðrum embættismönnum auk greinargerða og margvíslegra gagna
frá nefndarmönnum sjálfum. embættismenn landsins fengu sértæk-
ar spurningar frá nefndinni um allar hliðar samfélagsins á Íslandi,
svo sem um fólksfjölda, kirkjuna, heilbrigðismál, verslun, handverk,
landbúnað, sjávarútveg, samgöngur og margt fleira. en almenn -
ingur var hvattur til að senda nefndinni sína sýn á landsins gagn og
nauðsynjar, að ógleymdum eigin aðstæðum.3 Skjöl Landsnefndar -
innar varpa ljósi á sögu Íslands og Danmerkur og gefa auk þess
einstæða innsýn í samfélagið um 1770. Á þessum tíma þótti dönsk-
um stjórnvöldum brýnt að útvega ítarlegar upplýsingar um landið
frá fleirum en embættismönnum til að fá sem gleggsta mynd.4
Skjalasafn Landsnefndarinnar fyrri er stórt að vöxtum, 4200
handritaðar síður, og er varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands. Safnið er
hrefna róbertsdóttir10
3 Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, „Landsnefndin fyrri og verkefni hennar“, Lands -
nefndin fyrri 1770–1771 I, bls. 80–89.
4 Sjá nánar Harald Gustafsson, Mellan kung och allmoge. Ämbetsmän, beslutsprocess
och inflytande på 1700-talets Island (Stockholm: Almqvist og Wiksell 1985), bls.
108–114.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 10