Saga - 2016, Page 13
hluti af skjölum dönsku stjórnarskrifstofanna og var afhent til
Íslands með sérstökum samningi frá Danmörku árið 1928.5 Um
þessar mundir er unnið að heildarútgáfu Landsnefndarskjalanna á
vegum Þjóðskjalasafns, Sögufélags og Ríkisskjalasafn Danmerkur.6
Greinargerð Ólafs og Bjarna, sem að ofan er rædd, er birt í fyrsta
bindinu sem kom út á þessu ári. Með því er almenningsbréfunum í
heild sinni komið á prent í fyrsta sinn. Fyrir meira en hálfri öld gaf
Sögufélag út tvö bindi með bréfum embættismanna, í ritstjórn
Bergsteins Jónssonar.7 Þau verða gefin út að nýju í hinu nýja safni,
ásamt skýringum og skrám. Bækurnar verða sex talsins, með upp-
skriftum skjala og fræðilegum greinum, auk vefbirtingar ljósmynda
af frumskjölunum og uppskrifta á þeim. Margt af því sem Lands -
nefndin fjallaði um er áhugavert út frá sögu 18. aldar en það mikil-
vægasta er þó kannski að í skjölunum er að finna sjónarhorn margra
ólíkra þjóðfélagshópa og upplýsingar víða að af landinu sem dýpka
skilning okkar á umræddu tímabili, aðstæðum í landinu og kon-
ungsríkinu. Landsnefndarskjölin gefa okkur einnig einstæða innsýn
í hugarfar, venjur og siði almennings og embættismanna, auk af -
stöðu danskra stjórnvalda til þessara fjölmörgu mála sem Íslend -
ingar gerðu að umtalsefni í lok 18. aldar.
íslands skaði og viðrétting 11
5 ÞÍ. Rtk. D3/1–D3/8. Skjalasafn Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771.
6 „Inngangur“, Landsnefndin fyrri 1770–1771 I, bls. 23–25; Hrefna Róbertsdóttir,
„Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndar -
innar fyrri 1770–1771 og síðari 1785–1787“, Söguþing 2012. Ráðstefnurit (Reykja -
vík: Sagnfræðistofnun 2013), bls. 1–14. http://hdl.handle.net/1946/15279
7 Landsnefndin 1770–1771 I–II. Útg. Bergsteinn Jónsson (Reykjavík: Sögufélag
1958–1961).
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 11