Saga - 2016, Blaðsíða 22
þeirra sjálfra og samfélags-
heildarinnar.16 Með stiga-
gjöfinni í stúkunum var
markvisst unnið að innri
umbreytingu einstaklings-
ins. Árangur breytingarinn-
ar fólst í framgangi viðkom-
andi innan reglunnar, með
henni hlaut hann viður-
kenningu og uppfyllti um
leið væntingar orðræðunn-
ar, væntingar valdsins. Um -
breytingin miðaði að því að
færa einstaklinginn upp á
hærra siðferðisstig og gera
hann um leið hæfari til að
verka sem slíkt umbreyt-
ingarafl á aðra.17 Hér var hið mjúka vald að verki, stjórnvaldstæknin
í skilgreiningu Foucault. Í stúkunum má finna dæmi þess að frum -
nanna þorbjörg lárusdóttir20
16 Innan hugmyndarinnar um stjórnvaldstæknina eru tvö hugtök miðlæg. Annað
þeirra er stjórnvald (e. government), sem felur í sér rökræna og meðvitaða
viðleitni bæði formlegs stjórn- og stofnanavalds og óformlegs valds — þar með
talið félagshreyfinga eins og góðtemplara sem telja sig búa yfir ákveðinni þekk-
ingu og beita meðvitaðri tækni til að móta einstaklinga, beina athöfnum og
löngunum þeirra inn í tiltekið hegðunarmynstur sem talið er einstaklingnum
til góðs og þar með samfélaginu í heild. Hitt hugtakið er stýring sjálfsstjórnar
(upprunalegt hugtak á ensku; conduct of conduct) sem lýtur að því hvernig ein-
staklingurinn tekur við stýringunni og mótar fyrir eigið tilstilli eða áhrif
annarra líkama sinn, hugsun eða hegðun inn í þann farveg sem stjórnvaldið
boðar. Breytingin veitir einstaklingnum viðurkenningu — eins konar hamingju-
ástand, því með henni leggur hann sitt af mörkum til að uppfylla væntingar
valdsins. Í þessari mjúku, óbeinu stýringu stjórnvaldstækninnar er tvennt
mikil vægt; að afla þekkingar um viðfang valdsins, þ.e. einstaklinginn, og einnig
að „framleiða“ tiltekinn sannleika. Þekkingunni er óspart beitt í siðferðilegum
tilgangi og hún myndar undirstöðu stýringarinnar. Um stjórnvaldstækni í
tvennum skilningi sjá Tony Bennett, Culture. A Reformer’s Science (London: Sage
Publications 1998), bls. 70–71. Um hugtakið government, þá sem því beita og
þekkinguna sjá Mitchell Dean, Governmentality. Power and Rule in Modern
Society. 2. útg. (London: Sage Publications 2010), bls. 17–19. Skáletrun mín.
17 Tony Bennett, „Acting on the Social. Art, Culture and Government“, American
Behavioural Scientist 43:9 (2000), bls. 1414.
Mynd 3. Innsigli Stórstúku Íslands — ÞÍ.
I.O.G.T./ 38. Stórstúka Íslands. Bók nr. 2.
Aukalög 1899, bls. 59.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 20