Saga - 2016, Side 23
kvæði til bindindisstarfs og stúkustofnunar hafi ekki einskorðast við
hina borgaralegu millistétt. Slíkt gat einnig komið „að neðan“, eins
og fundargerð úr Hafnarfirði frá 1904 sýnir.18 er það í samræmi við
sjónarmið eriksen sem hefur andmælt því að ögun lægri stétta hafi
ávallt farið fram fyrir tilstilli lægri borgarastéttar sem hafi viljað aga
alþýðu með bindindisáherslum. Hún telur að alþýðan hafi verið
virk og sýnt frumkvæði til eigin sjálfsögunar.19
eftirlit hins alsjáandi auga í innsigli Stórstúku Íslands frá 1886
beindist að hegðun og ögun. Sjónsvið þess náði inn á við, að
bróðurlegri breytni og virðingu fyrir gildum reglunnar, en einnig
að ásýnd reglusystkina út á við. Boðuð gildi templara upphófu
fyrst og fremst auðmýkt og skyldurækni gagnvart reglunni og
störfunum innan hennar. Fundargögn stúkna sýna að meðlimir
voru virkir í að stýra hegðun sinni í þann farveg sem orðræðan
bauð þeim og einnig sívökulir og óþreytandi í eftirliti þar að
lútandi hver með öðrum.20
Áhrif á félags- og menningarstarf
Fyrstu verkalýðsfélögin
Á Íslandi, eins og annars staðar á Norðurlöndum, voru náin tengsl
á milli bindindishreyfingar og verkalýðshreyfingar í upphafi.21
Fyrstu íslensku verkalýðsfélögin, Prentarafélagið (1887–1890), Hið
góðtemplarareglan á íslandi 21
18 Í Morgunstjörnunni er þá greint frá því að fyrrverandi meðlimur unglingastúk-
unnar þar, Ólafur Þorsteinsson, hafi verið aðalhvatamaður að stofnun stúkunnar
Haföldunnar í keflavík; hann hafi sjálfur komið með 28 meðlimi af 32 inn í stúk-
una, þar á meðal húsbónda sinn. ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) I.O.G.T./ 12.
Morgun stjarnan. Fundargerðabók 4. maí 1902 – 7. febr. 1904 (24. jan. 1904).
19 eriksen andmælir þannig sjónarmiðum danska sagnfræðingsins Pouls e.
Porskær Poulsens sem hélt hinu gagnstæða fram. Sjá Inge Bundsgaard og
Sidsel eriksen, „Hvem disciplinerede hvem?“ Fortid og Nutid. Tidsskrift for kult-
urhistorie 33 (1986), bls. 56 og 59; Poul e. Porskær Poulsen, „Afholds be -
vægelsen som disciplineringsagent. en skitse til belysning af afholdsbevægel-
sens ideologi på lokalt plan i Silkeborg og i bevægelsens propaganda“, Fortid
og Nutid. Tidsskrift for kulturhistorie 32 (1985), bls. 163 o.áfr.
20 Um innra starf og áherslur sjá Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, Í trú von og kær-
leika, bls. 25–33.
21 Þetta hafa ýmsir nefnt, m.a. Ólafur R. einarsson og Þorleifur Friðriksson; Marie
B. Bebe, „Afholdssagen — med udgangspunkt i Aarhus Afholdsforening af
1880“, bls. 262.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 21