Saga - 2016, Blaðsíða 24
íslenska prentarafélag (frá 1897), Bárufélögin (1894–1912) og Verka -
mannafélagið Dagsbrún (frá 1906) báru öll merki um áhrif af starfi
Góðtemplara. Það átti við um form og innra starf þeirra í upphafi
því forystumenn þeirra allra höfðu félagsreynslu sína meðal annars
og oft eingöngu úr félagsstarfi templara.22
Ólafur R. einarsson sagnfræðingur taldi að rík áhersla Prentar -
ans, handskrifaðs málgagns Prentarafélagsins, á að fræða og mennta
félagsmenn hefði verið yfirvarp og ætlað að dylja tilgang félagsins
sem hagsmunasamtaka.23 Lestur Prentarans dregur þó skýrt fram
að markmið forsvarsmannanna var að þjálfa félagsmenn, veita þeim
„æfingu í að hugsa og rita formlega“.24 Í þeirri sjálfseflingu voru
prentarar í sömu erindagjörðum og góðtemplarar því í stúkunum
var jafnan og með ýmsum ráðum lögð áhersla á að fá hinn almenna
félaga til að tjá sig á fundum. Þjálfun í að beita orðræðu hins opin-
bera rýmis í ræðu eða riti var nauðsynlegur undan fari þess að geta
á trúverðugan hátt sett fram kröfur um bætt kjör og betri hag. Það
var liður í því að geta talist marktækur og haft áhrif til breytinga. Í
stúkunum snerist það um að tala máli bindindisins.
Bárufélögin voru hagsmunafélög ört vaxandi atvinnustéttar
sjómanna. Það fyrsta, Bárufélagið í Reykjavík, var stofnað árið 1894
með beinni aðkomu meðlims úr röðum templara, en félagið var
andsvar sjómanna við hertum kjörum á þilskipum. eftir aldamótin
breiddust Bárufélagsdeildir út. Þær voru stofnaðar af einum at -
hafna samasta erindreka templara, Sigurði eiríkssyni, í gagnkvæmu
samstarfi við Ottó N. Þorláksson, einn frumkvöðla Báru félagsins í
Reykjavík frá 1894. Til að launa Sigurði greiðann kom Ottó á fót
sjómannastúkum í Reykjavík. Bárudeildir spruttu upp þar sem
stúkuvirkni var fyrir; á Akranesi, eyrarbakka, Stokkseyri, í keflavík
og í Garðinum, og lék Sigurður lykilhlutverk í stofnun nokkurra
þeirra.25
nanna þorbjörg lárusdóttir22
22 Við lauslega könnun finnast t.d. sex af sjö kunnum félagsmönnum Prentara -
félagsins á meðlimaskrám stúkna. Í stúkunni einingunni nr. 14, árin 1899–1901,
voru 16 menn með starfsheiti prentara.
23 Ólafur R. einarsson, Upphaf íslenzkrar verkalýðshreyfingar 1887–1901. ([Reykja -
vík]: Menningar- og fræðslusamband alþýðu 1970), bls. 42.
24 Vef. Lbs. 996 fol. Prentarinn. Sjá 1. tbl. 10. mars 1887, bls. 3, http://handrit.is/is
/manuscript/view/is/Lbs02-0996. Skoðað 5. apríl 2014.
25 Sigurður Halldórsson, „Stúkan Víkingur 40 ára“, Morgunblaðið 1. desember 1944,
bls. 8; „Ottó N. Þorláksson segir frá stofnun Bárufélagsins í Reykjavík …“,
Þjóðviljinn 14. nóvember 1944, bls. 4–5.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 22